Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 34. fundar stjórnar SSNV 15. ágúst 2018.
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 kom stjórn SSNV til símafundar og hófst fundurinn kl. 13:00.
Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Valgarður Hilmarsson, Elín Jóna Rósinberg og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla:
1. Skipan kjörnefndar
Í grein 4.3 í samþykktum SSNV er kveðið á um að stjórn skuli skipa fimm manna kjörnefnd fyrir fyrsta haustþing eftir sveitarstjórnakosningar eigi síðar en 15. ágúst. Skal kjörnefndin vinna að undirbúningi ársþings og haustþings og starfa á þeim í samræmi við starfsreglur um hana og samþykktir SSNV.
Stjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í kjörnefnd:
Sigríður Svavarsdóttir, formaður
Halldór Gunnar Ólafsson, varaformaður
Guðmundur Haukur Jakobsson
Laufey Kristín Skúladóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Kjörnefnd tekur til starfa fyrir aukaársþing sem haldið verður 22. ágúst 2018.
2. Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13:10.
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Elín Jóna Rósinberg (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)