Ár 2015, miðvikudaginn 13 maí kom stjórn SSNV saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Mál til umsagnar.
a. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (full niðurgreiðsla vegna flutnings og
dreifingar), 698. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1172.html
Stjórn SSNV leggur ríka áherslu á að frumvarpið nái í gegn og tekur undir umsögn samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
b. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1085.html
Stjórn SSNV tekur undir umsögn Lögfræði- og velferðarsvið sambands íslenskra sveitarfélaga. En sambandið leggst því eindregið gegn því að frumvarpið verði
að lögum. Jafnframt leggur sambandið áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fái málið til umfjöllunar, vegna mikilla tengsla málsins
við verksvið þeirrar nefndar.“
c. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til. þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 689. mál Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1163.html
Stjórn SSNV tekur undir umsögn Sambands íslenskar sveitarfélaga, þar sem m.a. kemur fram að Sambandið telur mikilvægt að minna á að landsskipulagsstefna snýr ekki aðeins að sveitarfélögunum heldur er markmið hennar ekki síst að ráðuneyti og stofnanir ríkisins samræmi betur áætlanir sínar og auki samvinnu sín í milli. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-1868.pdf
d. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018), 692. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1166.html
Lagt fram til kynningar.
e. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1161.html
Erindið sent til Róta bs til umsagnar.
f. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1177.html
Stjórn SSNV tekur undir umsögn Sambandsins en þar kemur fram, að í frumvarpinu er lagt til að starfstími óbyggðanefndar verði framlengdur um eitt ár, þinglýsing eignarheimilda er varða þjóðlendur færist frá óbyggðanefnd til forsætisráðherra, að leyfi ráðherra þurfi til að nýta náttúrumyndanir og
vindorku innan þjóðlendna og að heimildir sveitarstjórna til að ákveða ráðstöfun tekna af leyfum sem þær veita samkvæmt lögunum verði rýmkaðar.
Síðastnefnd breyting er gerð að ábendingu sambandsins. Eftirfarandi er umfjöllun um þær breytingar sem lúta að leyfum til nýtingar náttúrumyndana og
vindorku. Sambandið hefur ekki athugasemdir við önnur ákvæði frumvarpsins.
Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi slóð; http://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-2024.pdf
2. Almenningssamgöngur – samkomulag við Eyþing.
Fyrir stjórn liggja drög að samkomulagi milli Eyþings, SSV, FV og SSNV um uppgjör milli aðila vegna almenningssamgangna sem tekur til ársins 2014 og 2015 og nær til leiðar 57 (Reykjavík – Akureyri). Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram samkvæmt fyrirliggjandi drögum.
3. Sóknaráætlun landshlutans - gerð áætlunar.
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að gerð sóknaráætlunar fyrir landshlutann sem hér segir; Sóknaráætlun Norðurlands vestra er þróunaráætlun og felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn, markmið og leiðir til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Áætlunin er gerð til 5 ára en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins.
Samkvæmt samningnum skipa landshlutasamtökin (SSNV) samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. Gæta skal lýðræðis-, búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiða. Samráðsvettvangurinn skal m.a. hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunarinnar.
Á fundi stjórnar SSNV var samþykkt að fela sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra að tilnefna fulltrúa í 32 manna samráðsvettvang. Skipting
fulltrúanna er sem hér segir:
Sveitarfélögin í Skagafirði 14 fulltrúar 14 til vara
Sveitarfélögin í A-Hún. 11 fulltrúar 11 til vara
Húnaþing vestra 7 fulltrúar 7 til vara
Mikilvægt er að við val á fulltrúum í samráðsvettvanginn gæti sveitarfélögin gæti þeirra sjónarmiða sem fram koma í samningnum og tilgreind eru hér að ofan. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins verður haldinn í Félagsheimilinu Miðgarði 10. júní nk, kl. 17:00.
Mikilvægt er að árétta að samráðsvettvangurinn verður opin öllum íbúum svæðisins sem áhuga hafa á að taka þátt í gerð sóknaráætlunarinnar og verður hann auglýstur á starfssvæði SSNV innan tíðar.
4. Ráðning starfsmanna hjá SSNV Atvinnuþróun.
Stjórn SSNV samþykkir að auglýsa eftir ráðgjafa á sviði markaðs- og kynningarmála með starfsstöð á Hvammstanga. Framkvæmdastjóra er falinn framgangur málsins. Jafnframt heimilar stjórn SSNV framkvæmdastjóra að ganga frá fastráðningarsamningi við atvinnuráðgjafa samtakanna sem hefur aðsetur á Sauðárkróki.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15:20.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)