Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 21. fundar stjórnar SSNV 12. september 2017.
Þriðjudaginn 12. september 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Framkvæmdastjóri óskaði eftir að skýrsla um áherslur SSNV í samgöngumálum yrði tekið á dagkrá og var samþykkt að breyta dagskrá þannig að skýrslan yrði 1. dagskrárliður.
Afgreiðsla.
1. Skýrsla um áherslur SSNV í samgöngumálum.
Skýrslan var send stjórnarmönnum til umsagnar þann 29. ágúst sl. Ekki komu fram efnislegar athugasemdir við skýrsluna. Skýrslan samþykkt og verður send sveitarstjórnarmönnum landshlutans.
2. Fundargerð 20. stjórnarfundar SSNV dags. 22. ágúst 2017.
Fundargerðin samþykkt.
3. Erindi skíðadeildar Tindastóls
Stjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins vegna breyttra áforma skíðadeildarinnar.
4. Fjárhagsáætlun 2018
Framkvæmdastjóri ræddi forsendur fjárhagsáætlunar. Gert er ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda. Aðrar helstu forsendur áætlunarinnar eru; Að tekjur verði óbreyttar frá áætlun 2017, að hækkun launakostnaðar verði 5% og að aðrar kostnaðarhækkanir verði 2,5%. Gert er ráð fyrir að veittir verði styrkir úr sjóðum sem samtökin hafa umsjón með til menningarmála kr. 30 millj. til atvinnu- og nýsköpunar kr. 30 millj og til áhersluverkefna verði varið kr. 32 millj. Ólokin verkefni sem færast á árið 2018 kr. 19 millj.
5. Samráðsvettvangur sóknaráætlunar
Stjórn staðfestir tilnefningar sveitarfélaganna í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og samþykkir einnig að samráðsvettvangurinn verði boðaður til fundar í Húnaveri 27. september nk.
6. Haustþing
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að dagskrá haustþings SSNV og ráðstefnunnar „Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra“
7. Áhersluverkefni
Stjórn samþykkir að fresta áhersluverkefninu Svæðisskipulag á Norðurlandi vestra. Stjórn samþykkir að óska eftir því við stýrihóp stjórnarráðsins að hann samþykki eftirtalin verkefni:
1. Kortlagning á mögulegum smávirkjunum á Norðurlandi vestra.
2. Stuðningur við námskeiðahald – markaðssetningu og vöruþróun bænda á afurðum sínum t.d. Beint frá býli.
3. Kortlagning hverasvæða á Norðurlandi vestra og mögulegir nýjir/auknir notkunarmöguleikar hverasvæða.
8. Skoðun á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra
Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að senda fyrirliggjandi drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og til sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
9. Haustfundur landshlutasamtaka
Fram hefur komið á vettvangi landshlutasamtaka áhugi á að allir stjórnarmenn sitji árlegan haustfund landshlutasamtaka. Stjórn líst vel á hugmyndina og hvetur til þess að af þessu verði.
10. Ný persónuverndarlög
Framkvæmdastjóra falið að fylgjast með framgangi málsins og að undirbúa kynningu fyrir sveitarfélög landshlutans m.a. í samráði við samband ísl. sveitarfélaga.
11. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar:
Eyþing fundur stjórnar dags. 22. ágúst 2017
SSA fundur stjórnar dags. 16. maí 2017
SSA fundur stjórnar dags. 20. júní 2017
SASS fundur stjórnar dags. 25. ágúst. 2017
SSS fundur stjórnar dags. 29. ágúst. 2017
SSH fundur stjórnar dags. 13. júní 2017
SSH fundur stjórnar dags. 14. ágúst 2017
SSV fundur stjórnar dags. 23. ágúst 2017
FV fundur stjórnar dags. 23. ágúst 2017
Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 1. september 2017
12. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
13. Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:20
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)