Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar
Mánudaginn 08. febrúar kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla mála:
Fundur um kynningar- og markaðsátak var haldinn í Dæli þann 28. janúar 2016. Til fundarins voru boðuð stjórn SSNV, starfsmenn auk eins fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi SSNV. Magnús Bjarni Baldursson sérfræðingur í markaðsmálum leiddi umræður fundarins.
Markmið fundarins var að fá fram hugmyndir fundarmanna um þær áherslur sem leggja skuli áherslu á í markaðs- og kynningarátaki sem ákveðið var að ráðast í á ársþingi SSNV þann 15.10.2015.
Skýrsla Magnúsar rædd og formanni og framkvæmdastjóra falið að móta verkefnið frekar ásamt Magnúsi Bjarna.
a. Erindi frá Innanríkisráðuneytinu.
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá SSNV í bakhóp, starfshóps sem Innanríkisráðherra hefur skipað sem á að vinna að stefnumótun og aðgerðaráætlun í sveitarstjórnarmálum undir heitinu „Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga“. Megin markmið verkefnisins skv. verkefnaáætlun eru að leggja fram tilögur sem stuðla að;
Stjórn SSNV tilnefnir Valgarð Hilmarsson í bakhópinn
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:20.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)