Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi
Þriðjudaginn 05. apríl kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Elín Jóna Rósinberg, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Fundargerð stjórnar SSNV dags. 2. mars 2016
Fundargerð stjórnar SSNV frá 2. mars 2016 staðfest.
2. Drög að ársreikningi
Ársreikningur barst ekki í tæka tíð frá endurskoðanda. Tekið af dagskrá.
3. Skýrsla atvinnuþróunar SSNV vegna 2015 og starfsáætlun 2016
Framkvæmdastjóri lagði fram skýrslu Atvinnuþróunar vegna 2015 og starfsáætlun vegna ársins 2016. Skila þarf þessum gögnum til Byggðstofnunar.
Stjórn samþykkir framlagðar skýrslur og felur framkvæmdastjóra að senda þær til Byggðastofnunar
4. Innviðakort v/ Norðurland vestra
Framkvæmdastjóri lagði fram gögn varðandi innviðakort sem gert var á starfssvæði Fjórðungssambands vestfirðinga og hugmyndir um viðbótarupplýsingar sem gætu komið að gagni á slíku korti. Á kortinu eru allir vegir í landshlutanum merktir eftir breidd og yfirborði, brýr (einbreiðar merktar sérstaklega). Einnig er á kortinu fyrirhuguð vegagerð ásamt flugvöllum og ljósleiðaralögnum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að láta gera sambærilegt kort fyrir Norðurland vestra.
5. Íbúakönnun
Framkvæmdastjóri lagði fram gögn varðandi íbúakönnun sem unnin hefur verið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem spurt hefur verið um ýmsa búsetuþætti á svæðinu. SSV hefur boðið öðrum landshlutasamtökum þátttöku í könnun sem verður gerð haustið 2016.
Stjórn samþykkir þátttöku í könnuninni og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að verkefninu ásamt SSV.
6. Ráðstefna vegna Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
Eyþing hefur óskað eftir samstarfi við SSNV um ráðstefnu vegna Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Markmið ráðstefnunnar eru að skoða:
Næstu skref – framkvæmdaráætlun
Formfesta aukið samstarfs sveitarfélaga
Staðfesta aðkomu sveitarfélaga að samstarfi.
Stjórn SSNV samþykkir aðkomu að ráðstefnunni.
7. Stefnumótandi byggðaáætlun
Lagt fram bréf Byggðastofnunar þar sem kynnt eru áform um nýja Byggðaáætlun. Óskað er eftir aðkomu SSNV og samráðsvettvangs um sóknaráætlun.
Stjórn SSNV felur framkvæmdastjóra að kalla Samráðsvettvang sóknaráætlunar og Byggðastofnun til fundar um málið.
8. Fyrirhugaður fundur með þingmönnum kjördæmisins
Stjórn SSNV mun funda með þingmönnum kjördæmisins í Reykjavík þann 11. apríl.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að taka saman gögn.
9. Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarféla og Eyþings
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Fundargerð númer 835, dags 29. janúar 2016, 836, dags 26. febrúar 2016 og 837 dags. 18. mars 2016
Eyþing:
Fundargerð númer 277, dags 17. febrúar 2016
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar
10. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
Frá Atvinnuveganefnd Alþingis. Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku, 326. mál.
Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Frumvarp til laga um helgidagafrið (brottfall laganna), 575. mál.
Samþykkt að SSNV veiti ekki umsögn um ofangreind mál.
11. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín frá síðasta fundi og áherslur á næstunni og svaraði fyrirspurnum stjórnarmanna um framgang ýmissa mála.
12. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Elín Jóna Rósinberg (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)