Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
Þriðjudaginn 6. september 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Hrund Pétursdóttir, Vignir Sveinsson, Katrín M Guðjónsdóttir, viðtakandi framkvæmdastjóri og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður, setti fundinn.
Stjórn býður Katrínu velkomna til fundar en gert er ráð fyrir að hún taki til starfa innan tíðar.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Minnisblað um stöðu sauðfjárræktar.
Lagt fram minnisblað um stöðu sauðfjárræktar unnið af SSNV, SSV og Vestfjarðastofu. Óskað er tilnefningar eins stjórnarmanns auk framkvæmdastjóra í starfshóp til að setja fram aðgerðir til að bregðast við yfirvofandi vanda á samliggjandi svæði sem nær yfir landshlutasamtökin þrjú. Stjórn tilnefnir Friðrik Má Sigurðsson og framkvæmdastjóra í starfshópinn.
2. Tilnefning varamanns í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.
Stjórn tilnefnir Hrund Pétursdóttur sem varamann í stjórn Markaðsstofunnar.
3. Erindi frá starfshópi um tillögur um nýtingu vindorku.
Lagt fram til kynningar. Kallað er eftir samráði og er frestur til að senda inn sjónarmið til 30. september 2022.
4. Prókúra framkvæmdastjóra.
Stjórn samþykkir prókúru Katrínar M Guðjónsdóttur, nýráðins framkvæmdastjóra, kt. 160274-5149. Um leið er prókúra Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra felld niður. Formanni falið að ganga frá nauðsynlegum skjölum vegna veitingar prókúru sem og tilkynningar til fyrirtækjaskrár.
5. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra.
Ástrós Elísdóttir, verkefnisstjóri Sóknaráætlunar kom til fundar við stjórn og fór yfir tillögu að ferli úthlutunar Uppbyggingarsjóðs fyrir árið 2023 sem og reglur sjóðsins. Stjórn samþykkir framlagða tillögu ásamt reglum. Opnað verður fyrir umsóknir 27. september með umsóknarfresti til 1. nóvember kl. 16:00.
Ástrós vék af fundi að þessum lið loknum.
6. Undirbúningur haustþings.
Farið yfir undirbúning haustþings SSNV sem halda á 21. og 22. október. Er þingið 30 ára afmælisþing samtakanna. Starfsmönnum er falið að hefja undirbúning þingsins í samræmi við framlagða áætlun og samþykktir samtakanna. Haldin verður ráðstefna eftir hádegi þann 21. október með áherslu á orkumál, atvinnuþróun og nýsköpun. Hefðbundin þingstörf fara fram fyrir hádegi 22. október.
Katrín vék af fundi að þessum lið loknum.
7. Bókun byggðaráðs Skagafjarðar um málefni fatlaðs fólks.
Lögð fram bókun byggðaráðs Skagafjarðar um stöðu málefna fatlaðs fólks. Stjórn SSNV tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem reifaðar eru í bókuninni. Hallinn á málaflokknum á árinu 2021 er áætlaður 13 milljarðar sem fellur á sveitarfélögin. Sveitarfélögin tóku við verkefninu í góðri trú á árinu 2011 en verkefnið hefur verið vanfjármagnað frá upphafi auk þess sem auknar kröfur hafa verið lögð á sveitarfélögin án þess að aukið fjármagn hafi fylgt. Stjórn SSNV skorar á ríkisvaldið að bregðast við með auknum fjárframlögum strax á þessu ári.
8. Samþykkt að taka á dagskrá.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 12. ágúst 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 15. ágúst 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 17. ágúst 2022. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 15. ágúst 2022. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23. júní 2022. Fundargerðin.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu verkefni. Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
Engin önnur mál komu fram á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:12.
Guðmundur Haukur Jakobsson
Friðrik Már Sigurðsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Hrund Pétursdóttir
Vignir Sveinsson
Katrín M Guðjónsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir