Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
Þriðjudaginn 21. júní 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 9:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson (í fjarfundi), Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson boðaði forföll. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Aukaársþing, 28. júní 2022.
Framkvæmdastjóri fer yfir undirbúning aukaársþings sem haldið verður 28. júní nk. Fundarboð og dagskrá hefur verið send út á þingfulltrúa. Stjórn vill vekja athygli á að þingið er opið öllum kjörnum fulltrúum í landshlutanum til áheyrnar.
2. Kjör kjörnefndar.
Skv. grein 4.3 í samþykktum SSNV skal stjórn kjósa kjörnefnd eigi síðar en 1. júlí fyrir aukaársþing eftir sveitarstjórnarkosningar. Eftirfarandi eru kosnir í kjörnefnd.
Jóhanna Ey Harðardóttir, Skagafirði, formaður
Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð
Halldór Gunnar Ólafsson, Skagaströnd
Sólborg S. Borgarsdóttir, Skagafirði
Þorleifur Karl Eggertsson, Húnaþingi vestra
3. Erindi frá Félagi atvinnurekenda.
Lagt fram til kynningar erindi frá Félagi atvinnurekenda vegna fasteignagjalda.
4. Kynningarbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar kynningarbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á sveitarfélagaskóla Sambandsins. Stjórn SSNV fagnar þessu framtaki og hvetur sveitarstjórnarmenn á starfssvæðinu til að nýta sér skólann.
5. Ársreikningur Markaðsstofu Norðurlands.
Lagður fram til kynningar í samræmi við samning um rekstur Áfangastaðastofu.
6. Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra.
Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 2. maí 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 1. juní 2022. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu 30. mars 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 8. júní 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 27. apríl 2022. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 3. júní 2022. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 25. apríl 2022. Fundargerðin.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 4. maí 2022. Sjá fylgiskjal 4.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 2. maí 2022. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. maí 2022. Fundargerðin.
8. Umsagnarbeiðnir.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. 563. mál. Umsagnarfrestur er til 8. júní 2022. Umsögn SSNV.
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða). 573. mál. Umsagnarfrestur er til 1. júní 2022.
Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum (sala á framleiðslustað). 596. mál. Umsagnarfrestur er til 10. júní 2022.
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). 571. mál. Umsagnarfrestur er til 1. júní 2022.
Umsögn stjórnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 hefur verið send til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu verkefni. Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
a) Bókun stjórnar SSNV vegna stöðu sauðfjárbænda.
Nýverið kom út skýrsla um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi, unnin af Byggðastofnun fyrir innviðaráðuneytið. Í henni er dregin upp afar dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi.
Í skýrslunni kemur fram að hvergi á landinu er meira fé en á Norðurlandi vestra og þar eru jafnframt ein stærstu sauðfjárbúin. Einnig kemur fram að fjárhagsstaða bænda í Húnavatnssýslum er með því versta á landinu og að sama skapi meta bændur þar að lífsskilyrði hafi versnað hvað mest undanfarin ár.
Í skýrslunni segir: “Rekstrarniðurstaða sauðfjárbúa fyrir fjármagnsliði og afskriftir hefur verið neikvæð frá árinu 2018. Það þýðir að meðalbúið stendur ekki undir neinni fjárfestingu, hvað þá heldur vaxtakostnaði eða afborgunum af lánum. Þetta leiðir af sér að væntanlega hafi dregið úr viðhaldi, endurræktun og áburðarkaupum.” Í héraði þar sem sauðfjárbú eru hvað flest og stærst á landinu er ljóst að efnahagsleg áhrif stöðunnar eru mikil. Andlegt álag á bændur er auk þess áhyggjuefni og í skýrslunni er fjallað um afkomuótta og lamandi áhrif hans á andlega heilsu.
Stjórn SSNV lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni. Um leið og hún fagnar nýframkomum viðbótarframlögum á árinu 2022 til landbúnaðar og tilkynningum um hækkað afurðaverð vill hún leggja áherslu á að hugað sé að langtíma aðgerðum til að tryggja að þessi mikilvæga starfsemi í sveitum landsins haldi velli. Öflugur landbúnaður í landshlutanum er lykillinn að byggðafestu og stöðugleika. Flótti úr stétt bænda myndi að líkindum leiða til enn frekari fólksfækkunar í landshlutanum þar sem ekki eru mörg önnur störf að hverfa til. Mikil fólksfækkun á svæði sem á mikið undir landbúnaði getur fljótt farið að hafa áhrif á þéttbýliskjarna sem byggja tilveru sína á þjónustu við landbúnað. Rekstur skóla, heilsugæslu, íþróttamannvirkja, verslana, veitingastaða, viðgerðarþjónustu o.m.fl. mun ekki fara varhluta af þeirri fólksfækkun og hætt við að með honum fari bolti hnignunar að rúlla sem erfitt getur verið að stöðva. Því er nauðsynlegt að huga að langtíma aðgerðum til að bregðast við stöðunni og koma í veg fyrir alvarlega byggðaröskun.
Í skýrslunni er vísað til greiningar sem Jóhannes Sveinbjörnsson og Daði Már Kristófersson unnu fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Í henni eru settar fram hugmyndir að tækifærum íslenskra sauðfjárbænda til bættrar aðkomu. Vert er að skoða þær betur og útfæra til að þær megi styðja við landbúnað með markvissum hætti til langs tíma. Meðal annars þarf að huga að leiðum til að auka tekjur í það minnsta í samræmi við kostnaðarhækkanir, aðstoða bændur til að hefja aðra og/eða viðbótar starfsemi á jörðum sínum, t.d. kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu, lánastofnanir þurfa að kanna þörf á endurfjármögnun á sem hagstæðustu kjörum og huga þarf að velferð bænda og fjölskyldna. Síðast en ekki síst þurfa íbúar þessa lands að standa með bændum með kaupum á framleiðsluvörum þeirra umfram innfluttar vörur.
Stjórn SSNV skorar á stjórnvöld að taka þá stöðu sem greinin stendur frammi fyrir alvarlega og bregðast við með ákveðnum og markvissum hætti. Mikilvægt er að til viðbótar við þær skammtíma aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar verði unnið að langtímalausn. Lýsir stjórn SSNV sig tilbúna til samtals um leiðir og mögulegar aðgerðir.
b) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
c) Störf stjórnar.
Fundurinn er síðasti fundur núverandi stjórnar. Formaður þakkar gott samstarf og óskar viðtakandi stjórn góðs gengis í störfum sínum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:55.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Halldór G. Ólafsson
Álfhildur Leifsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir