Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Þriðjudaginn 4. maí 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson (í fjarfundi), Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Davíð Jóhannsson atvinnuráðgjafi á sviði ferðamála kemur til fundar við stjórn.
Davíð fer yfir framkvæmd áhersluverkefna er varða ferðaþjónustuna. Stjórn þakkar Davíð komuna.
Davíð vék af fundi að þessum lið loknum.
2. Tilnefning í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.
Í samræmi við samning SSNV og Markaðsstofu Norðurlands skipar stjórn SSNV Álfhildi Leifsdóttur í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og Ingibjörgu Huld Þórðardóttur til vara.
3. Starfsáætlun Markaðsstofu Norðurlands.
Í samræmi við samning SSNV og Markaðsstofu Norðurlands er starfsáætlun Markaðsstofunnar lögð fyrir stjórn.
4. 3ja mánaða uppgjör.
Lagt fram 3ja mánaða uppgjör SSNV. Rekstur er almennt skv. áætlun.
5. Skýrsla um fýsileika almenningssamgangna á Norðurlandi vestra.
Lögð fram skýrsla um fýsileika almenningssamgangna á Norðurlandi vestra sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri fyrir SSNV með styrk úr byggðaáætlun. Skýrslan verður kynnt á örráðstefnu um almenningssamgöngur sem streymt verður á facebook síðu samtakanna miðvikudaginn 5. maí kl. 11-12.
6. Ályktun SSNE um skipan ríkisins í stjórnir og nefndir.
Lögð fram ályktun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra um skipan hins opinbera í stjórnir og nefndir.
Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar ársþing á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.
Stjórn SSNV tekur undir ályktun SSNE og gerir hana að sinni.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 12. apríl 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 31. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 28. apríl 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 19. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðarstofu, 29. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðarstofu, 24. febrúar 2021. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 24. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. mars 2021. Fundargerðin.
Byggðamálaráð, 17. mars 2021. Fundargerðin.
8. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð. 702. mál. Umsagnarfrestur til 4. maí 2021.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum
um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald
(EES-reglur, hringrásarhagkerfi). 708. mál. Umsagnarfrestur til 29. apríl 2021.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku). 709. mál. Umsagnarfrestur til 29. apríl 2021.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017 (tímabundnir gestaflutningar og vanræksluálag). 690. mál. Umsagnarfrestur til 29. apríl 2021.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015–2026. 705. mál. Umsagnarfrestur til 29. apríl 2021.
Framkvæmdastjóra falið að taka undir umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga um:
a) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald með sérstaka áherslu á aukinn kostnað sem falla mun á sveitarfélögin sem og skamman frest til innleiðingar breytinga.
b) Tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að taka undir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011.
Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
b) Stafrænt ráð sveitarfélaga.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.
c) Sumarstörf námsmanna.
Framkvæmdastjóri leggur fram tölvupóst frá Vinnumálastofnun þar sem tilkynnt er um heimild til að ráða einn starfsmanna í átaki stofnunarinnar um sumarstörf námsmanna. Mun starfsmaðurinn sinna áhersluverkefnum um hnitsetningu gönguleiða og skiltamál. Starfið hefur þegar verið auglýst með umsóknarfrest til 17. maí. nk. Framkvæmdastjóra er falið að hafa umsjón með ráðningarferlinu og ganga frá ráðningu starfsmannsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:47.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Álfhildur Leifsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir