Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir (í fjarfundi), Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2020.
Kristján Jónasson endurskoðandi kemur til fundar og fer yfir ársreikning samtakanna fyrir árið 2020. Stjórn samþykkir reikninginn.
Kristján vék af fundi kl. 10:27.
2. 29. ársþing SSNV.
Boðað hefur verið til 29. ársþings SSNV þann 16. apríl nk. Létta á núgildandi samkomutakmörkunum degi fyrir áætlað þing. Í ljósi óvissu um áframhaldandi takmarkanir ákveður stjórn að þingið fari fram rafrænt. Farið yfir drög að dagskrá og annan undirbúning þingsins. Framkvæmdastjóra falið að ljúka undirbúningi í samræmi við samþykktir samtakanna.
3. Áfangastaðastofa.
Lögð fram drög að sameiginlegum samningi SSNV og SSNE við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Ferðamálastofu um stofnun áfangastaðastofu Norðurlands. Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra undirritun hans með fyrirvara um samþykki ársþings. Jafnframt er framkvæmdastjóra í samvinnu við formann, falið að ganga frá samstarfssamningi við Markaðstofu Norðurlands um rekstur áfangastaðastofunnar.
4. Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Lagt fram yfirlit yfir skiptingu fjármuna úr úthlutunum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Stjórn lýsir yfir undrun og vonbrigðum yfir lágu framlagi úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á Norðurlandi vestra. Af 86 verkefnum sem skilgreind eru í áætluninni eru aðeins 3 á Norðurlandi vestra sem fá samtals 1% af þeirri heildarfjárhæð sem úthlutað er árin 2021-2023. Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir rökstuðningi fyrir þeirri ráðstöfun og jafnframt óska eftir fundi með umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt formanni verkefnisstjórnar um stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 1. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 1. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 17. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 10. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 19. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 17. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 24. febrúar 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 10. febrúar 2021. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. mars 2021. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. febrúar 2021. Fundargerðin.
Byggðamálaráð, 4. mars 2021. Fundargerðin.
6. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa. 158. mál. Umsagnarfrestur til 16. mars 2021.
Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. 259. mál. Umsagnarfrestur til 16. mars 2021.
Tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni strandflutninga. 268. mál. Umsagnarfrestur til 16. mars 2021.
Tillaga til þingsályktunar um uppgræðslu lands og ræktun túna. 319. mál. Umsagnarfrestur til 18. mars 2021.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar. 455. mál. Umsagnarfrestur til 22. mars 2021.
Tillaga til þingsályktunar um flutning höfuðstöðva Rariks ohf. á landsbyggðina. 379. mál. Umsagnarfrestur til 24. mars 2021. Umsögn SSNV.
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (niðurgreiðsla á raforku til garðyrkjubænda). 338. mál. Umsagnarfrestur til 24. mars.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (borgarfundir, íbúakosningar um einstök mál). 491. mál. Umsagnarfrestur til 30. mars 2021.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (varanleg hækkun). 544. mál. Umsagnarfrestur til 8. apríl 2021.
Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. 627. mál. Umsagnarfrestur til 12. apríl 2021.
Frumvarp til laga um loftferðir. 586. mál. Umsagnarfrestur til 15. apríl 2021.
Þegar hefur verið send inn umsögn um Tillögu til þingsályktunar um flutning höfuðstöðva Rariks ohf. á landsbyggðina. 379. Mál. Umsögn SSNV.
Framkvæmdastjóra falið að rýna fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 m.t.t. hagsmuna landshlutans.
Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
8. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
b) Stafrænt ráð sveitarfélaga.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.
c) Staðsetning starfa hjá RARIK
Nýverið auglýsti RARIK laust til umsóknar starf verkefnisstjóra stærri framkvæmda hjá félaginu. Í auglýsingunni er tiltekið að starfsstöð viðkomandi starfsmanns verði í Reykjavík. Vert er að vekja athygli á að starfsemi RARIK er öll á landsbyggðinni ef frá eru taldar höfuðstöðvar. Allar þær framkvæmdir sem nýr verkefnisstjóri mun hafa umsjón með verða því á landsbyggðinni. Þess vegna vekur það furðu stjórnar SSNV að föst starfsstöð í Reykjavík sé tiltekin í auglýsingunni en starfið ekki auglýst án staðsetningar. Þegar eru til staðar fjölmargar starfsstöðvar félagsins um land allt, m.a. á Blönduósi og Sauðárkróki auk ný aflagðrar starfsstöðvar á Hvammstanga.
Stjórn SSNV skorar á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Þannig stuðlar félagið að áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðva sinna á landsbyggðinni, þar sem viðskiptavinir þess eru staðsettir.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:23.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Álfhildur Leifsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir