Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 60. fundar stjórnar SSNV, 3. nóvember 2020.
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar í fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, bauð nýja stjórn velkomna til starfa, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Kjör varaformanns.
Stjórn kýs Halldór Gunnar Ólafsson sem varaformann SSNV.
2. Samþykktir og þingsköp SSNV.
Framkvæmdastjóri fer yfir samþykktir og þingsköp SSNV með stjórnarmönnum.
3. Starfsreglur stjórnar SSNV.
Stjórn samþykkir starfsreglurnar með áorðnum breytingum.
4. Efahagsgreining landshlutans.
Lögð fram til kynningar greining á völdum efnahagsþáttum landshlutans unnin af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni, lektor við Háskólann á Akureyri. Greiningin var kynnt á vefráðstefnunni Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra sem fram fór 22. október. sl. Í greiningunni koma fram mikilvægar upplýsingar um styrkleika og sóknarfæri svæðisins og hefur hún verið send á sveitarfélögin á starfssvæðinu.
5. Minnisblað frá verkefnisstjóra iðnaðar.
Lagt fram til kynningar minnisblað unnið af Magnúsi Jónssyni, verkefnisstjóra fjárfestinga hjá SSNV. Í minnisblaðinu er fjallað um leiðir til markaðssetningar svæða í landshlutanum til iðnaðar- og atvinnuuppbyggingar.
6. Áfangastaðastofur.
Frestað til næsta fundar.
7. Ráðning starfsmanns í bókhald og skrifstofustörf.
Framkvæmdastjóri leggur fram drög að starfslýsingu og starfsauglýsingu vegna starfsmanns í bókhald og almenn skrifstofustörf á Hvammstanga. Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að auglýsa starfið.
8. Erindi frá SAF vegna fasteignagjalda ferðaþjónustufyrirtækja.
Lagt fram erindi frá Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða greiðslufrestum fasteignagjalda ferðaþjónustufyrirtækja vegna áhrifa heimsfaraldurs á greinina. Framkvæmdastjóra falið að áframsenda erindið á sveitarfélögin á starfssvæði samtakanna.
9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 1. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 5. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 12. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 2. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 30. september 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 15. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 30. september 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 5. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 21. október 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 30. september 2020. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 22. september 2020. Fundargerðin.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 5. október 2020. Fundargerðin.
10. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Þingsályktunartillaga um tímabindingu veiðiheimilda til 20 ára o.fl., 37. mál. Umsagnarfrestur til 9. nóvember.
Þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga, 49. mál. Umsagnarfrestur til 9. nóvember.
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar). Mál nr. 223/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur til 4. nóvember.
Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsögnum um þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga og um drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna póstmála. Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
11. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
12. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
b) Fjárlaganefnd Alþingis.
Stjórn hefur fegið boð á fund með fjárlaganefnd Alþingis til að fylgja eftir umsögn samtakanna um fjárlög og fjármálaáætlun. Fundurinn fer fram 6. nóvember nk.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:57.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Álfhildur Leifsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir