Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV, 1. september 2020.
Þriðjudaginn 1. september 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní 2020, þar sem tekið er undir bókun frá 56. fundi stjórnar SSNV um mikilvægi stuðnings ríkisins við sveitarfélögin í landinu vegna áhrifa Covid 19.
2. Drög að skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka.
Lögð fram til kynningar drög að skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka. Landshlutasamtök eru með sameiginlega umsögn í vinnslu.
3. Viðbygging við verknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Á 55. fundi stjórnar SSNV var lagt fram erindi frá skólanefnd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra þar sem farið var yfir brýna þörf á viðbyggingu við verknámshús skólans. Áhugi sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna var í kjölfarið kannaður og hafa sveitarfélögin 7 öll staðfest vilja til þátttöku með fyrirvara um þátttöku ríkisins og endanlega kostnaðaráætlun. Framkvæmdastjóra er falið að senda erindi á Mennta- og menningarmálaráðuneyti með ósk um aðkomu ríkisins að verkefninu.
4. Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipan fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga.
Lögð fram beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipan fulltrúa Norðurlands vestra í stafrænt ráð sveitarfélaga. Ráðinu er ætlað að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og að til verði samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál.
Stjórn tilnefnir Álfhildi Leifsdóttur í starfshópinn.
Jafnframt leggur stjórn til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna. Starfshópurinn verði fulltrúa landshlutans í stafrænu ráði sveitarfélaga til stuðnings við miðlun upplýsinga til sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Framkvæmdastjóra er falið að kalla eftir tilnefningum sveitarfélaganna eftir fulltrúum í starfshópinn og undirbúa erindisbréf.
5. Árs- og haustþing SSNV.
Ársþingi SSNV sem vera átti í apríl 2020 var frestað vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 faraldursins. Til stóð að halda tveggja daga þing í október þar sem blásið yrði til ráðstefnu um framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra, sem opin yrði öllum, fyrri daginn og seinni daginn færu fram hefðbundin árs- og haustþingsstörf. Í ljósi áframhaldandi sóttvarnarráðstafana er ákveðið að ráðstefnan fari fram á netinu fimmtudaginn 22. október og að árs- og haustþing samtakanna fari fram á Hótel Laugarbakka föstudaginn 23. október. Ítrustu sóttvarna verði gætt á þinginu. Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning ráðstefnunnar og þingsins.
6. 6 mánaða uppgjör.
Lagt fram 6 mánaða uppgjör samtakanna. Rekstur er almennt skv. áætlun.
7. Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2021.
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2021. Framkvæmdastjóra falið að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
8. Magnús Jónsson, verkefnisstjóri fjárfestinga, kemur til fundar við stjórn.
Magnús Jónsson verkefnisstjóri fjárfestinga kemur til fundar við stjórn og fer yfir helstu verkefni sín og þau sem framundan eru. Stjórn þakkar Magnúsi komuna. Magnús víkur af fundi að þessum lið loknum.
9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 8. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 6. júlí 2020. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 22. maí 2020. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 29. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 2. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 12 ágúst 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 20. maí 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 15. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 12. maí 2020. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 23. júní 2020. Fundargerðin.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 13. júlí 2020. Fundargerðin.
10. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Engar umsagnarbeiðnir hafa borist.
11. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
12. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
Stjórn SSNV lýsir yfir áhyggjum af stöðu fjármögnunar Markaðsstofunnar en núgildandi samningur milli hennar og Ferðamálastofu rennur út í árslok 2020. Undanfarin tvö ár hefur Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa unnið að undirbúningi og þróun að Áfangastaðastofum (DMO) á landsvísu, en gert hefur verið ráð fyrir að fjármögnun og hlutverk Markaðsstofa landshlutanna yrði sett inn í það form. Landshlutasamtökin á Norðurlandi eystra og vestra, ásamt Markaðsstofu Norðurlands hafa lagt fram tillögu inn í þessa vinnu að hlutverki og fjármögnun áfangastaðastofu á Norðurlandi. Mjög mikilvægt er að ljúka samningsgerð sem fyrst til að tryggja samfellu í mikilvægu starfi við markaðssetningu og uppbyggingu ferðaþjónustu sem unnið er hjá Markaðsstofu Norðurlands fyrir landshlutann allan.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:32.
Þorleifur Karl Eggertsson
Stefán Vagn Stefánsson
Valdimar O. Hermannsson
Álfhildur Leifsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir