Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 57. fundar stjórnar SSNV, 3. júlí 2020.
Föstudaginn 3. júlí 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 08:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Ráðning atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun.
Stjórn hefur kynnt sér gögn málsins og samþykkir að ráða Kolfinnu Kristínardóttur í starf atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun. Kolfinna hefur MA próf í hagnýtri menningarmiðlun og Bs próf í ferðamálafræði, bæði frá Háskóla Íslands. Hún setti upp Matarhátíð í Skagafirði í tengslum við meistaraverkefni sitt þar sem áhersla var lögð á nýsköpun í matarmenningu og kynningu á skagfirsku hráefni og framleiðslu. Kolfinna hefur stjórnenda- og rekstrarreynslu úr störfum sínum hjá Wow Air auk þess sem hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í ferðaþjónustu.
Starfsstöð Kolfinnu verður á Sauðárkróki.
Stjórn býður Kolfinnu velkomna til starfa hjá samtökunum, þakkar um leið öðrum umsækjendum sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar.
2. Ráðning bókara.
Í ljós hefur komið þörf til að víkka út starfssvið þess starfsmanns sem auglýst var eftir í starf bókara og til almennra skrifstofustarfa. Stjórn felur framkvæmdastjóra að útfæra breytinguna nánar og leggja fyrir haust/ársþing í fjárhagsáætlun ársins 2021. Sökum þessa samþykkir stjórn að hafna öllum umsækjendum og að auglýsa starfið að nýju þegar fjárhagsáætlun ársins 2021 hefur verið samþykkt.
Stjórn þakkar umsækjendum sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar.
3. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi samtakanna í stjórn MN, fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:56.
Þorleifur Karl Eggertsson
Valdimar O. Hermannsson
Álfhildur Leifsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Unnur Valborg Hilmarsdóttir