Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 53. fundar stjórnar SSNV, 3. mars 2020.
Þriðjudaginn 3. mars 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, varamaður, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra.
Ingibergur Guðmundsson verkefnisstjóri kemur til fundar við stjórn og fer yfir tillögur að breytingum á starfsreglum úthlutunarnefndar og fagráða í samræmi við nýjan samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Jafnframt fer Ingibergur fyrir hugsanlegar breytingar á samþykktum samtakanna í samræmi við kynntar breytingar.
Einnig farið yfir svar úthlutunarnefndar við erindi Vilhelms Vilhelmssonar forstöðumanns Háskólaseturs Norðurlands vestra sem tekið var fyrir á 52. fundi stjórnar og vísað til umfjöllunar úthlutunarnefndar. Einróma niðurstaða úthlutunarnefndar er sú að ekki sé ástæða til að gera breytingar á úthlutunarreglum hvað varðar erindi Vilhelms.
Stjórn tekur undir afstöðu úthlutunarnefndar.
Ingibergur vék af fundi kl. 9:55.
2. Áfangastaðastofa Norðurlands.
Lögð fram tillaga að uppsetningu Áfangastaðastofu Norðurlands unnin af framkvæmdastjórum Markaðsstofu Norðurlands, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og SSNV. Í tillögunni er lagt til að Markaðsstofa Norðurlands verði Áfangastaðastofa Norðurlands. Ráðnir verði tveir starfsmenn til verkefnisins og verði annar staðsettur á Norðurlandi vestra og hinn á Norðurlandi eystra. Landshlutasamtökin fái einn mann hvor í stjórn áfangastaðastofunnar.
Stjórn samþykkir framlagða tillögu en leggur áherslu á að verkefnið verði fullfjármagnað af hálfu ríkisins, launakostnaður og aðstaða, auk þess sem gera þarf ráð fyrir verkefnafé. Ekki verður um aukin fjárframlög til stofunnar frá SSNV að ræða umfram þau framlög sem þegar renna til Markaðstofu Norðurlands. Ef verkefnið verður ekki að fullu fjármagnað af hálfu ríkisins áskilja samtökin sér rétt til að endurskoða ákvörðun sína varðandi fyrirkomulag áfangastaðastofu.
3. 28. ársþing SSNV.
Skv. starfsáætlun verður 28. ársþing haldið dagana 17. og 18. apríl. Þann 17. apríl verður haldin ráðstefnan Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Hefðbundin störf ársþings fara fram laugardaginn 18. apríl. Framkvæmdastjóra falinn undirbúningur þingsins í samræmi við samþykktir samtakanna.
4. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar.
a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. janúar 2020.
b) Stjórn SASS, 17. janúar 2020.
c) Stjórn SASS, 7. febrúar 2020.
d) Stjórn SSH, 3. febrúar 2020.
e) Stjórn SSH, 7. febrúar 2020.
f) Stjórn SSS, 19. febrúar 2020.
g) Stjórn SSNE, 3. desember 2019.
h) Stjórn SSNE, 18. desember 2019.
i) Stjórn SSNE, 27. desember 2019.
j) Stjórn SSNE, 15. janúar 2020.
k) Stjórn SSNE, 12. febrúar 2020.
l) Stjórn SSNE, 21. febrúar 2020.
m) Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 5. febrúar 2020.
5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
a) Tillaga til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, 302. mál. Sjá umsögn SSNV hér.
b) Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál. Sjá umsögn SSNV hér.
c) Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 262. mál. Umsagnarfrestur til 12. mars.
d) Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál. Umsagnarfrestur til 19. mars.
e) Tillaga til þingsályktunar um kolefnismerkingar á kjötvörur og garðyrkjuafurðir til manneldis, 265. mál. Umsagnarfrestur til 19. mars.
f) Frumvarp til laga um opinber fjármál (framlagning fjármálaáætlunar), 145. mál. Umsagnarfrestur til 20. mars.
g) Drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Umsagnarfrestur til 27. febrúar. Sjá umsögn SSNV hér.
h) Drög að tillögu til þingsályktunar um Menntastefnu 2030. Umsagnarfrestur til 13. mars.
i) Uppbygging innviða. Umsagnarfrestur til 31. mars.
Sendar hafa verið inn umsagnir um þrjú af ofangreindum málum. Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsögn um Uppbyggingu innviða (i liður). Ekki talin ástæða til umsagna um önnur mál.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál.
a) Ráðning verkefnisstjóra iðnaðar.
Stjórn hefur kynnt sér öll gögn er málið varðar og samþykkir að ráða Magnús Jónsson í starf verkefnisstjóra iðnaðar. Magnús er viðskiptafræðingur að mennt, hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi og er vottaður vátryggingafræðingur. Hann hefur víðtæka reynslu af rekstri, markaðsmálum og fjárfestingum sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Landsbankans, sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum, útibússtjóri Landsbankans, umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi og stjórnarmaður nokkurra fyrirtækja. Í störfum sínum hefur hann meðal annars öðlast mikla reynslu á greiningum á fýsileika verkefna sem og áhættugreiningu sem nýtist vel í starfinu.
Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við Magnús og fela Capacent að tilkynna öðrum umsækjendum um ráðninguna. Stjórn þakkar umsækjendum sýndan áhuga og óskar Magnúsi velfarnaðar í starfi.
b) Uppsögn.
Lögð fram til kynningar uppsögn Sólveigar Olgu Sigurðardóttur á störfum sínum hjá SSNV. Sólveigu eru þökkuð störf sín í þágu Norðurlands vestra og óskað velfarnaðar. Framkvæmdastjóra falið að auglýsa starfið laust til umsóknar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:35.
Þorleifur Karl Eggertsson
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir