Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 52. fundar stjórnar SSNV, 4. febrúar 2020.
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar í Reykjavík í framhaldi af fundi stjórnarinnar með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hófst fundurinn kl. 11:20.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Stefán Vagn Stefánsson (í síma), Ragnhildur Haraldsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Kjör kjörnefndar.
Skv. grein 4.3 í samþykktum samtakanna ber stjórn að kjósa fimm manna kjörnefnd eigi síðar en 1. mars ár hvert. Stjórn kýs eftirtalda aðila í kjörnefnd:
Regína Valdimarsdóttir, formaður
Álfhildur Leifsdóttir
Guðmundur Haukur Jakobsson
Halldór G. Ólafsson
Þorleifur Karl Eggertsson
2. Framúrskarandi verkefni 2019.
Auglýst var eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra árið 2019 í flokkunum menningarmál annars vegar og atvinnuþróun og nýsköpun hins vegar. 31 tilnefning barst um alls 20 verkefni. Stjórn samþykkir framlagða tillögu að framúrskarandi verkefnum. Verkefnin verða kynnt og fá viðurkenningu á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra sem fram fer í Félagsheimilinu á Hvammstanga 13. febrúar kl. 17.
3. Erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra.
Lagt fram erindi frá Vilhelm Vilhelmssyni forstöðumanni Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Stjórn þakkar erindið og vísar því til Úthlutunarnefndar til umfjöllunar.
4. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar.
a) Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, 14. janúar 2020.
b) Stjórn SSH, 6. janúar 2020.
c) Stjórn SSS, 18. desember 2019.
d) Stjórn SSS, 15. janúar 2020.
5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
a) Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál. Umsagnarfrestur til 13. febrúar.
b) Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67. mál. Umsagnarfrestur til 13. febrúar.
Ekki þykir ástæða til umsagna um framangreind mál.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál.
a) Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:45.
Þorleifur Karl Eggertsson
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir