Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 49. fundar stjórnar SSNV, 5. nóvember 2019.
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kom stjórn SSNV til fundar á Húnavöllum og hófst fundurinn kl. 9:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Ósk um skipan fulltrúa í verkefnaráð vegna Blöndulínu 3.
Stjórn tilnefnir Þorleif Karl Eggertsson í verkefnaráðið og Unni Valborgu Hilmarsdóttur til vara.
2. Tilnefning fulltrúa í fagráð menningar.
Stjórn tilnefnir Elínu Lilju Gunnarsdóttur í fagráð menningar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
3. Tillaga frá Markaðsstofu Norðurlands um skipan Áfangastaðastofu á Norðurlandi.
Fyrir liggur tillaga Markaðsstofu Norðurlands (MN) um að ein áfangastaðastofa verði fyrir Norðurland allt og hýst hjá MN. Ráðnir verði 2 starfsmenn í 50% stöðu hvor. Annar verði staðsettur hjá Eyþingi og hinn hjá SSNV.
Til fundar undir þessum lið mæta Steinar Berg Steinarsson framkvæmdastjóri Ferðamálastofu og Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Fara þeir yfir hlutverk áfangastaðastofa og mögulega svæðaskiptingu. Gestir véku af fundi að þessum lið loknum.
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.
4. Ráðningarferli verkefnisstjóra iðnaðar.
Fyrir fundinum liggja drög að ráðningarferli verkefnisstjóra iðnaðar. Stjórn samþykkir drögin með framkomnum breytingum og felur framkvæmdastjóra að auglýsa starfið. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með ferlinu en formaður og varaformaður munu sitja viðtöl við umsækjendur.
5. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar.
Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála, 16. október 2019.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. september 2019.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. október 2019.
Stjórn Eyþings, 23. október 2019.
Stjórn SSH, 9. september 2019.
Stjórn SSH, 25. september 2019.
Stjórn SSH, 7. október 2019.
Stjórn SASS, 27. september 2019.
Stjórn SSS, 18. September 2019.
Stjórn Vestfjarðastofu, 23. september 2019.
6. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, 12. mál. Umsagnarfrestur til 18. október.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í jarðamálum, 20. mál. Umsagnarfrestur til 21. október.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, 26. mál. Umsagnarfrestur til 10. október.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, 49. mál. Umsagnarfrestur til 5. nóvember.
Tillaga til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpstöðvar, 86. mál. Umsagnarfrestur til 5. nóvember.
Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál. Umsagnarfrestur til 5. nóvember.
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum, 163. mál. Umsagnarfrestur til 29. október.
Frumvarp til laga um jarðalög, 29. mál. Umsagnarfrestur til 5. nóvember.
Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál. Umsagnarfrestur til 5. október.
Frumvarp til laga um stjórnskipunarlög, 279. mál. Umsagnarfrestur til 22. nóvember.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, mál nr. 268/2019. Umsagnarfrestur til 11.nóvember.
Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, mál nr. 257/2019. Umsagnarfrestur til 31. október.
Send hefur verið inn umsögn um drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, mál nr. 257/2019. Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda inn umsögn um Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, mál nr. 268/2019.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.
7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
8. Önnur mál
a. Áhersluverkefni nýrrar sóknaráætlunar
Rætt um möguleg áhersluverkefni fyrir árið 2020. Stjórn samþykkir að skilgreind verði áhersluverkefni til 2ja ára og að auglýst verði eftir hugmyndum að áhersluverkefnum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:15.
Þorleifur Karl Eggertsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir