Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 44. fundar stjórnar SSNV 14. maí 2019.
Þriðjudaginn 14. maí 2019 kom stjórn SSNV til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifstóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. 3ja mánaða uppgjör.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur samtakanna fyrstu 3 mánuði ársins. Rekstur samtakanna er í jafnvægi og í samræmi við áætlun.
2. Svar Markaðsstofu Norðurlands vegna beiðnar um áheyrnarfulltrúa.
Á 41. fundi stjórnar, þann 5. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað undir lið 9.d.:
Stjórn leggur til að fulltrúar stjórnar SSNV og Eyþings fái sæti í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, einn áherynarfulltrúa hvor samtök, til að auka samskipti og upplýsingagjöf.
Svar stjórnar Markaðsstofu Norðurlands (MN) barst með bréfi dags. 16. apríl þar sem fram kemur að beiðni stjórnar SSNV er hafnað. Lagðar eru til aðrar leiðir til að ná markmiðum um aukna upplýsingagjöf svo sem útsendingu fundargerða stjórnar MN, reglulegar heimsóknir framkvæmdastjóra MN á fundi stjórnar SSNV, sendar verði út stöðuskýrslur um verkefni MN tvisvar á ári og að framkvæmdastjóra MN verði boðið að kynna starfsemina á aðalfundum SSNV.
Stjórn SSNV harmar þessa afgreiðslu stjórnar MN og telur að hún sýni hvorki skilning á hlutverki áheyrnarfulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum né mikilvægi þess að landshlutasamtökin og aðildarsveitarfélög þeirra fái tækifæri til að fá í rauntíma upplýsingar um starf MN sem sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru að leggja háa fjármuni í á ári hverju. Þær úrbætur sem lagðar eru til eru að mati stjórnar ekki fallnar til að veita markvissar upplýsingar einkum og sér í lagi þar sem Markaðsstofurnar hafa óskað eftir því að taka að sér hlutverk áfangastaðastofu fyrir Norðurland allt. Í því verkefni verða tengingar við sveitarstjórnir í landshlutanum afar mikilvægar þar sem í þeim mun verða unnið með tillögur áfangastaðaáætlana og að einhverju leyti verkefni sem kalla á fjárhagslegar skuldbindingar af hálfu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er að áfangastaðastofur séu í góðum tengslum við sveitarstjórnir og telur stjórn SSNV að með þeim tillögum um miðlun upplýsinga sem lagðar eru fram í svari MN sé starfi áfangastofu stefnt í hættu sem mun hafa afar slæm áhrif á ferðaþjónustu í landshlutanum sem og þróun innviða innan hans.
Framkvæmdastjóra falið að kalla framkvæmdstjóra og formann sjórnar MN á næsta fund til umræðna um málið.
3. Innviða- og samgönguáætlun Norðurlands vestra.
Á 27. ársþingi SSNV sem haldið var í Varmahlíð þann 5. apríl sl. var samþykkt að drög að innviða- og samgönguáætlun Norðurlands vestra skyldu send á sveitarstjórnir sveitarfélaganna á starfssvæðinu til umsagnar. Athugasemdafrestur var til 1. maí. Verið er að fara yfir athugasemdir. Afgreiðslu frestað.
4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. apríl 2019.
Stjórn SASS, 4. apríl 2019.
Stjórn Eyþings, 9. apríl 2019.
Aukaaðalfundur Eyþings, 9. Apríl 2019.
Stjórn SSV, 20. mars 2019.
Stjórn SSA, 2. Apríl 2019.
Stjórn SSH, 6. Maí 2019.
Stjórn SSH, 8. Apríl 2019.
Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 25. mars 2019.
Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, 3. apríl 2019.
5. Umsagnarbeiðnir.
a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál (styrking á stjórnsýslu og umgjörð), 758. mál.
b. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál. Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál.
c. Frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
d. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
e. tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
f. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Umsögn hefur verið send inn um 778. mál, Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Sjá umsögn.
Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál.
a. Markaðsátak SSNV
Í fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir fjármunum í markaðsátak landshlutans. Samið hefur verið við N4 um gerð innslaga um landshlutann eins og undanfarin ár. Einnig stendur yfir átak í að kynna laus störf í landshlutanum sem nú er safnað saman á vef samtakanna. Framkvæmdastjóri leggur fram hugmyndir að frekari möguleikum til kynningar á landshlutanum. Er honum falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:30
Þorleifur Karl Eggertsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir