Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 40. fundar stjórnar SSNV 8. janúar 2019.
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 kom stjórn SSNV til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Erindi til stjórnar SSNV frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Tekið fyrir bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 12. desember 2018 þar sem óskað er eftir styrkjum til annars vegar úttektar á Alexandersflugvelli og hins vegar til úttektar á endurbótum á hafnarmannvirkjum á Sauðárkróki.
Stjórn tekur vel í erindið en felur framkvæmdastjóra að kalla eftir frekari upplýsingum, svo sem áætluðum kostnaði. Framkvæmdastjóra er einnig falið að vinna tillögur að reglum um sérstakar úthlutanir samtakanna sem og skilgreiningu á lámarks eigin fé þeirra og leggja fyrir næsta fund.
2. Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða – úthlutun 2019.
Skv. tilkynningu frá sveitarstjórnarráðuneytinu mun í upphafi árs verður auglýst úthlutun með vísan í lið C.1. í Byggðaáætlun. Á árinu 2018 var úr sama verkefnapotti veittur styrkur upp á kr. 20 millj. til innviðauppbyggingar vegna gagnaversframkvæmda á Blönduósi. Á árinu 2019 hlýtur sama verkefni styrk upp á kr. 25 milljónir. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir mögulegum viðbótar verkefnum frá aðildarsveitarfélögum til umsóknar í næsta umsóknarferli.
3. Tilnefning í fulltrúaráð Textílmiðstöðvar Íslands, þekkingarseturs á Blönduósi.
Stjórn tilnefnir Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra, í fulltrúaráðið fyrir hönd samtakanna og Þorleif Karl Eggertsson, formann, til vara.
4. Styrksumsókn frá Far Fest, Akureyri.
Stjórn hafnar styrkbeiðninni. Styrkbeiðendum er óskað góðs gengis með verkefnið.
5. Skipting fjármagns frá Byggðastofnun milli atvinnuþróunarfélaga landshlutanna.
Lögð fram til kynningar skipting fjármagns milli atvinnuþróunarfélaga landshlutanna.
6. Vinnufundur stýrihóps Stjórnarráðsins, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka 22.-23. janúar.
Skv. samningi um atvinnuþróun stendur Byggðastofnun fyrir vinnufundi sem haldinn verður í Hveragerði 22.-23. janúar fyrir atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök. Að þessu sinni verða hinar ýmsu stefnur ríkisins til umfjöllunar. Starfsmenn sækja fundinn auk formanns stjórnar.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. nóvember 2018.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. desember 2018.
Stjórn SASS, 7. desember 2018.
Stjórn SASS, 27. desember 2018.
Framkvæmdaráð SSA, 11. desember 2018.
Framkvæmdaráð SSA, 20. desember 2018.
Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, 22. nóvember 2018.
8. Umsagnarbeiðnir.
Fjarskipti skipta landsbyggðirnar miklu máli með tilliti til búsetu- og atvinnuþróunar. Hér er því um að ræða áætlanir sem eru landsbyggðunum mikilvægar og nauðsynlegt að þær taki skýrt á þeim meginverkefnum sem framundan eru. Í meginatriðum eru ályktanirnar ásættanlegar en nokkur atriði sem talin er ástæða til að hnykkja á í umsögn:
Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn um frumvörpin út frá ofangreindum punktum.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
a. Starfsáætlun atvinnuþróunar.
Skv. samningi við Byggðastofnun um atvinnuráðgjöf ber landshlutasamtökum að skila inn starfsáætlun fyrir 15. desember 2018. Stjórnarmenn fengu áætlunina senda í tölvupósti í desember og samþykktu hana. Samþykkt starfsáætlunar atvinnuþróunar SSNV er staðfest.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:29
Þorleifur Karl Eggertsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir