Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 39. fundar stjórnar SSNV 4. desember 2018.
Þriðjudaginn 4. desember 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Halldór G. Ólafsson, varamaður, Valdimar O. Hermannsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson sat fundinn í gegnum síma og vék af fundi kl. 10.30. Þorleifur Karl Eggertsson setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Staðfesting á tillögu fagráðs um smávirkjanir úr Smávirkjanasjóð SSNV.
Fagráð smávirkjanasjóðs SSNV hefur lokið mati á umsóknum til styrkja til fyrstu skrefa í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra. Í sjóðinn bárust 17 umsóknir. Tvær uppfylltu ekki skilyrði sett í úthlutunarreglum. Alls gerir tillagan ráð fyrir að 10 verkefni verði styrkt. Stjórn staðfestir afgreiðslu umsókna sem og úthlutunartillögu fagráðsins og felur framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra að tilkynna umsækjendum um styrkinn og ganga frá samningum við þá. Stjórn þakkar fagráðinu vel unnin störf.
2. Tilnefning nýs fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs.
Ragnar Smári Helgason segir sig af persónulegum ástæðum frá störfum í Úthlutunarnefnd. Stjórn skipar Þorstein J. Guðmundsson í hans stað. Skipunin var staðfest með tölvupósti dags. 27. nóvember 2018 eins og starfsreglur stjórnar heimila.
3. Breyting á skipulagsskrá Þekkingarsetursins á Blönduósi.
Framhaldsaðalfundur Þekkingarsetursins þann 19. nóvember 2018 samþykkti nýja skipulagsskrá fyrir Textílmiðstöð Íslands, þekkingarsetur á Blönduósi. Megin breytingin felst í því að ein stjórn verður nú yfir Þekkingarsetrinu og Textílmiðstöðinni. Er þetta gert til að auka samstarf þessara tveggja eininga. SSNV er einn stofnaðila Þekkingarsetursins og þarf því að samþykkja breytinguna.
Stjórn SSNV samþykkir nýja skipulagsskrá Textílmiðstöðvar Íslands, þekkingarseturs á Blönduósi.
4. Almenningssamgöngur.
Lögð fram drög að samningi við Vegagerðina um almenningssamgöngur á árinu 2019 ásamt viðauka. Auk þess lögð fram yfirlýsing Vegagerðarinnar um að framlög til verkefnisins á árinu 2019 séu trygg í samræmi við rekstraráætlun ársins 2019.
Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra undirritun hans og að gera samning við akstursaðila fyrir árið 2019.
5. Bréf frá Samgöngufélaginu.
Stjórn SSNV ítrekar bókun sína frá 38. fundi, dags. 6. nóvember þar sem bókað var undir 8. lið:
„Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu um tillögur þeirra um breytingar á vegstæðum þjóðvegar 1 í landshlutanum. Stjórn SSNV leggst alfarið gegn þeim áformum sem þar koma fram og leggur áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni sem heimamenn hafa bent á að nauðsynleg séu í landshlutanum. Má þar fyrst nefna framkvæmdir við Skagastrandarveg sem hafa verið á dagskrá um árabil og eru fyrir löngu orðnar nauðsynlegar sem og brýnar framkvæmdir við stofn- og tengivegi sem munu reynast kostnaðarsamar.‟
6. Styrkir á grundvelli Byggðaáætlunar.
Lagt fram til kynningar.
Formaður undirritaði samning um styrkinn 15. nóvember sl. og þegar hefur verið gerður samningur við Blönduóssbæ varðandi greiðslu styrksins.
Stjórn fagnar verkefninu enda er uppbygging gagnavers á Blönduósi mikilvægur liður í eflingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra.
7. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Framlag til SSNV árið 2019 verður kr. 34.250.000 með fyrirvara um afgreiðslu fjárlaga.
8. Bréf frá Dalvíkurbyggð.
Tilkynning um bókun byggðarráðs Dalvíkurbyggðar vegna tillagna Samgöngufélagsins um breytingar á vegstæðum þjóðvegar 1 á Norðurlandi vestra.
Stjórn SSNV ítrekar bókun sína frá 38. fundi, dags. 6. nóvember þar sem bókað var undir 8. lið:
„Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu um tillögur þeirra um breytingar á vegstæðum þjóðvegar 1 í landshlutanum. Stjórn SSNV leggst alfarið gegn þeim áformum sem þar koma fram og leggur áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni sem heimamenn hafa bent á að nauðsynleg séu í landshlutanum. Má þar fyrst nefna framkvæmdir við Skagastrandarveg sem hafa verið á dagskrá um árabil og eru fyrir löngu orðnar nauðsynlegar sem og brýnar framkvæmdir við stofn- og tengivegi sem munu reynast kostnaðarsamar.‟
9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stýrihópur Stjórnarráðsins, 22. október 2018.
Stjórn SASS, 16. nóvember 2018.
Stjórn SSA, 13. nóvember 2018.
Stjórn Eyþings, 1. nóvember 2018.
Stjórn Eyþings, 23. nóvember 2018.
Framhaldsaðalfundur Þekkingarseturs á Blönduósi, 19. nóvember 2018.
10. Umsagnarbeiðnir:
a. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
b. Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.
c. Frumvarp til umferðarlaga, 219. mál.
d. Frumvarp til laga um landgræðslu, 232. mál.
e. Frumvarp til laga um póstþjónustu, 270. mál.
f. Frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákv. samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld), 17. mál.
g. Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 34. mál.
h. Frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 231. mál.
Umsagnir hafa verið sendar inn um frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög, tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem og frumvarp til laga um póstþjónustu. Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
11. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
12. Önnur mál.
a. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra
Framkvæmdastjóri fer yfir tillögu að heimsókn til Borgundarhólms dagana 25.-27. mars 2019. Stjórn samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að vinna að henni áfram og tilkynna sveitarstjórnarmönnum á starfssvæðinu um áformin.
b. Stuðningur ríkisins um mat á uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi í Austur Húnavatnssýslu.
Rætt um stöðu verkefnisins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir breytingum á verkefninu sem fela í sér heimild til að ráða starfsmann til 2ja ára sem vinnur að því að kynna svæðið sem ákjósanlegan iðnaðarkost. Til ráðningarinnar verði notað fjármagn sem ónýtt er skv. samningi við ráðuneytið frá 16. desember 2016 auk eigins fjár samtakanna.
c. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra.
Í september 2016 var gerður samningur við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um framlög ráðuneytisins til Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra byggt á tillögum norðvesturnefndar. Veittir voru styrkir úr sjóðnum árin 2016, 2017 og 2018. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir framlengingu á samningnum.
d. Tilnefning fulltrúa í Minjaráð.
Minjastofnun óskaði eftir tilnefningu SSNV á fulltrúa í minjaráð með bréfi dagsettu 29. nóvember. Óskað er eftir tilnefningu aðal- og varafulltrúa.
Stjórn SSNV tilnefnir Guðnýju Hrund Karlsdóttur og Gunnar Tr. Halldórsson til vara.
e. Samstarf SSNV og ferðamálafélaganna í landshlutanum.
Rætt um samstarf SSNV og ferðamálafélaganna í landshlutanum sem staðið hefur um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóra falið að ræða við félögin um endurnýjun samstarfssamnings um starfsemi fagráðsins til 2ja ára. Jafnframt er framkvæmdastjóra veitt heimild til að framlengja ráðningarsamningi við ráðgjafa á sviði ferðamála til sama tíma.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:32
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir