Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 54. fundar stjórnar SSNV, 7. apríl 2020.
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á zoom myndfundi. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Ársreikningur SSNV fyrir árið 2019.
Kristján Jónasson endurskoðandi kemur til fundar og fer yfir ársreikning samtakanna fyrir árið 2019. Stjórn samþykkir reikninginn og mun undirrita hann við fyrsta tækifæri.
Kristján vék af fundi kl. 9:52.
2. 28. ársþing SSNV.
Fyrirhugað var að halda ársþing SSNV dagana 17. og 18. apríl n.k. Eftirfarandi tölvupóstur var sendur á þingfulltrúa þann 16. mars sl.:
Kæru þingfulltrúar á 28. ársþingi SSNV og framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
28. ársþingi SSNV sem fyrirhugað var að halda 17. og 18. apríl hefur verðið frestað um óákveðinn tíma. Ákvörðunin verður endurmetin í tengslum við ákvarðanir um samkomubann. Þó svo að samkomubann það sem tók gildi í nótt verði lokið á þeim tíma sem þingið átti að vera er ómögulegt að segja hver staðan verður en víst er að Covid-19 faraldurinn verður ekki genginn yfir á þeim tíma. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að stefna saman í einn sal öllum framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á starfssvæðinu ásamt meirihluta kjörinna fulltrúa.
Þingið verður haldið um leið og aðstæður leyfa. Vert er að benda á að skv. samþykktum samtakanna ber að halda ársþing fyrir lok apríl ár hvert. Ekki er útséð með að það takist en ef ekki telur stjórn að þær fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja séu næg ástæða til að víkja frá því ákvæði. Hafi einhver þingfulltrúa athugasemd við þá ráðstöfun er sá hinn sami beðinn um að koma henni á framfæri eigi síðar en miðvikudaginn 18. mars 2020 með því að svara þessum pósti. Berist engar athugasemdir telst þessi ráðstöfun samþykkt.
Engar athugasemdir bárust og staðfestir stjórn því að 28. ársþingi samtakanna verður frestað um óákveðinn tíma.
Framkvæmdastjóri leggur fram undir þessum lið ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2019 sem send verður þingfulltrúum þegar til ársþings verður boðað.
3. Aðgerðir vegna Covid-19.
Framkvæmdastjóri fór yfir þá vinnu sem farið hefur fram innan samtakanna til stuðnings atvinnulífi á starfssvæðinu. Einnig farið yfir það fjármagn sem hugsanlega verður til ráðstöfunar til að grípa til aukinna aðgerða, bæði loforð um viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins inn í sóknaráætlanir sem og fé samtakanna. Stjórn ákveður að verja allt að 50 milljónum á næstu mánuðum í átaksverkefni vegna áhrifa Covid-19 til eflingar atvinnulífs og menningarlífs á Norðurlandi vestra auk stuðnings við sveitarfélögin. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir hugmyndum að verkefnum og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi að þessum lið loknum.
4. Smávirkjanasjóður SSNV.
Stjórn samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum í Smávirkjanasjóð SSNV – skref 1 með umsóknarfrest til 2. júní 2020.
5. Sviðsmyndir atvinnulífs á Norðurlandi vestra til ársins 2040.
Lögð fram skýrsla um sviðsmyndir atvinnulífs á Norðurlandi vestra til ársins 2040 sem unnin var af KPMG í tengslum við gerð sóknaráætlunar landshlutans. Þrátt fyrir óvenjulegt ástand vegna alheimsfaraldurs eru þær áherslur sem fram koma í sviðsmyndunum enn í fullu gildi. Kynna átti sviðsmyndirnar á ársþingi SSNV en þess í stað er í vinnslu kynning sem birt verður á vef samtakanna innan tíðar. Framkvæmdastjóra falið að birta sviðsmyndirnar og kynninguna um leið og hún liggur fyrir.
6. Fulltrúi SSNV í Minjaráði Norðurlands vestra.
Staðfesting endurskipunar fulltrúa SSNV í Minjaráð Norðurlands vestra sem afgreidd var með tölvupósti 6. mars sl. Stjórn skipar Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur í Minjaráð í stað Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur.
7. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. febrúar 2020. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 17. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 2. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 6. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 17. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 11. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 17. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 18. mars 2020. Fundargerðin.
Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 16. janúar 2020. Fundargerðin.
Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 3. febrúar 2020. Fundargerðin.
Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 2. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 16. mars 2020. Fundargerðin.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 18. mars 2020. Fundargerðin.
8. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
a) Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu, 365. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 19. mars.
b) Tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni strandflutninga, 367. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 24. mars.
c) Tillaga til þingsályktunar um söfnun upplýsinga um dreifingu starfa, 530. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 1. apríl.
d) Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 20. mars.
Ekki þykir ástæða til umsagna um ofangreind mál.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
a) Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Framkvæmdastjóri leggur fram samantekt á úthlutunum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun sem runnið hafa inn á Norðurland vestra á undanförnum árum. Ljóst er á þeirri samantekt að þeir fjármunir sem inn á svæðið hafa komið úr þessum sjóðum hafa verið mjög lágt hlutfall þeirra fjármuna sem þar eru til ráðstöfunar. Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að auka fjármagn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í ljósi aðstæðna vegna heimsfaraldurs vill stjórn SSNV vekja athygli á því að nauðsynlegt er að ákveðinn hluti þeirra fjármuna renni til svæða sem skemur eru á veg komin í uppbyggingu innviða til að þau verði í stakk búin til að nýta þann tíma sem nú skapast til uppbyggingar. Ef þess verður ekki gætt er hætta á að þessi svæði verði mun lengur að ná sér á strik þegar ferðaþjónustan fer á skrið að nýju.
Jafnframt vill stjórn vísa í bókanir Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar vegna síðustu úthlutunar sjóðanna.
b) Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:10.
Þorleifur Karl Eggertsson
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir