Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Katie Browne, MFA Writing & Integrated Media, um að kanna möguleika á og koma með tillögur að framkvæmd listaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra.
Markmiðið með verkefninu er að efla þekkingu og færni í listum og skapandi greinum hjá áhugasömum börnum og unglingum í landshlutanum með því að veita þeim tækifæri til að styrkja kunnáttu sína og hæfileika á þessu sviði.
Þegar verkefninu er lokið er gert ráð að fyrir liggi mótuð hugmynd að listaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra. Niðurstöður verkefnisins verða öllum aðgengilegar og gætu því áhugasamir aðilar í framhaldinu hugað að stofnun listaskóla á svæðinu.
Katie Browne kemur til með að leita til íbúa Norðurlands vestra vegna viðhorfs- og áhugakönnunar og vonumst við til að verkefnið hljóti góðar viðtökur.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550