Ferðamáladagur Norðurlands vestra heppnaðist vel

Fyrir hádegi greindi Jónas Guðmundsson (Landsbjörg/Safetravel) frá því mikilvægasta í upplýsingagjöf til ferðamanna yfir vetrartíma. Að aflokinni hádegishressingu ávarpaði Ólöf Ýrr Atladóttir fundargesti og síðan fylgdu kynningar þeirra Konráðs Guðjónssonar frá Arionbanka og Ástu Kristínar Sigurjónsdóttur frá Íslenska ferðaklasanum. Hér má nálgast kynningarnar: Jónas,  Konráð og Ásta.

Að síðustu kynnti svo Tormod Amundsen frá Biotope í Noregi fyrstu hugmyndir sínar af uppbyggingu á nokkrum fuglaskoðunarstöðum á Norðurlandi vestra. Eftir kaffihlé var svo skipt í umræðuhópa sem skiluðu af sér nokkrum tillögum að samstarfsverkefnum, sem skoðaðar verða á næstunni.

Dagurinn þótti takast með ágætum og er fyrirhugað að dagur sem þessi verði í framtíðinni haldinn tvisvar á ári, þar af í annað skiptið sem vettvangur ferðaþjónustuaðila á öllu Norðurlandi vestra að kynna sér starfsemi hvers annars.