Umsjónarmaður á verkstæði hjá Skagafirði

Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir að ráða í starf umsjónarmanns verkstæðis. Starfið heyrir undir Þjónustumiðstöðina. Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 

Starfssvið:

Starf umsjónarmanns verkstæðis felst aðallega í viðhaldi og viðgerðum á bílum og öðrum tækjakosti sveitarfélagsins ásamt því að sinna tilfallandi viðhalds- og rekstrarverkefnum fasteigna, fráveitu og umferðarmannvirkja sveitarfélagsins. Í starfinu felst jafnframt þrif á bílum og tækjum í eigu sveitarfélagsins ásamt almennum innkaupum á vörum og varahlutum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun, t.d. á sviði bifvélavirkjunar, vélvirkjunar og/eða vélstjórnunar er æskileg. 
  • Almenn ökuréttindi og vinnuvélapróf. 
  • Aukin ökuréttindi og gilt suðupróf er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft outlook. Þekking og kunnátta á verkbókhaldskerfi er kostur. 
  • Reynsla af málmsmíði er æskileg.
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi. 
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Skilyrði er að starfsmaður hafi ríka þjónustulund og sýni lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni, jákvæðni, starfsgleði, frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Samviskusemi og stundvísi.

Nánar um starfið hér