SSNV leitar að verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi vestra!

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða nýtt starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála. Samningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins voru undirritaðir 1. október sl. af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra og stjórnendum landshlutasamtaka um land allt. 

 

Leitað er að drífandi, framsýnum og sjálfstæðum verkefnastjóra sem býr yfir einstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.

Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur ástríðu fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill leiða undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs. Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum landshlutans og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.

Við lofum góðu starfsumhverfi og sveigjanlegum vinnutíma.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Virkt samráð við sveitarfélög og þjónustuveitendur farsældar á Norðurlandi vestra.
  • Mótun verkferla og verkáætlunar í málefnum farsældar.
  • Stofnun og umsjón með farsældarráði Norðurlandi vestra og umsýsla fyrir ráðið.
  • Yfirsýn og kortlagning á þjónustu varðandi börn.
  • Tengiliður við samráðsvettvanginn og verkefnið Öruggara Norðurland vestra.
  • Samskipti við hagaðila og stofnanir á öllu starfssvæðinu m.a. með reglubundinni viðveru á öllum starfsstöðvum SSNV.
  • Stefnumótun og miðlun.
  • Þverfagleg teymisvinna innan allra verkefna.
  • Önnur tengd og tilfallandi verkefni sem viðkomandi eru falin.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi; framhaldsmenntun kostur.
  • Þekking og reynsla af velferðarmálum er kostur.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Þekking á samfélagi svæðisins er kostur.
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni.
  • Búseta á Norðurlandi vestra og bílpróf.

SSNV eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hjá SSNV starfar metnaðarfullt teymi sem vinnur af ástríðu fyrir samfélagið, fyrirtæki og fólk á svæðinu. Starfsstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkrók.

Sótt er um starfið á www.mognum.is

 

SSNV leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.