Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða nýtt starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála. Samningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins voru undirritaðir 1. október sl. af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra og stjórnendum landshlutasamtaka um land allt.
Leitað er að drífandi, framsýnum og sjálfstæðum verkefnastjóra sem býr yfir einstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.
Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur ástríðu fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill leiða undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs. Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum landshlutans og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.
Við lofum góðu starfsumhverfi og sveigjanlegum vinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
SSNV eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hjá SSNV starfar metnaðarfullt teymi sem vinnur af ástríðu fyrir samfélagið, fyrirtæki og fólk á svæðinu. Starfsstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkrók.
Sótt er um starfið á www.mognum.is
SSNV leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2024
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550