Skagafjörður óskar eftir verkefnastjóra og leiðtoga stafrænnar þróunar

Verkefnastjóri

Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi einstakling í starf verkefnastjóra, sem heyrir undir sviðsstjóra stórnsýslu- og fjármálasviðs. Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefnastjóri vinnur m.a. að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í sveitarfélaginu. Starfinu fylgja mannaforráð.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ráðgjöf og framþróun verkefna á sviðum atvinnu- og ferðamála, s.s. stuðning við frumkvöðla og nýsköpun, vinna við greiningu innviða og stefnumótun, auk samskipta við aðra opinbera stjórnsýslu eftir ákvörðun yfirmanna.
  • Ýmis starfsemi á sviði menningarmála, utanumhaldi viðburða, kynningu og markaðssetningu á starfsemi sveitarfélagsins.
  • Viðhaldi og þróun heimasíðna og samfélagsmiðla á vegum sveitarfélagsins.

 

Þekkingar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Farsæl reynsla af markaðs- og kynningarmálum.
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi.
  • Skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Almenn ökuréttindi.

Nánari upplýsingar hér

 

Leiðtogi stafrænnar þróunar

Skagafjörður óskar eftir að ráða framsækinn einstakling í starf leiðtoga stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leiðtogi stafrænnar þróunar er leiðandi í innleiðingu nýrra tæknilausna og starfsfólki sveitarfélagsins til stuðnings og ráðgjafar um tækninýjungar og stafrænar lausnir. Einnig mótar leiðtoginn stefnu og framtíðarsýn í samræmi við áherslur sveitarfélagsins í stafrænum innviðum. Leiðtogi stafrænnar þróunar heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs en vinnur þvert á svið sveitarfélagsins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkefnastjórn umbreytingaverkefna hjá sveitarfélaginu á sviði stafrænnar þróunar
  • Innleiðing nýrra tæknilausna hjá sveitarfélaginu
  • Ábyrgð á upplýsingaöryggi
  • Greining á möguleikum tækifærum, endurskoðun ferla og verklags
  • Leiða þverfagleg verkefnateymi
  • Greining á þörfum íbúa/notenda
  • Áætlanagerð og greining gagna
  • Fræðsla og aðstoð til starfsmanna í nýtingu stafrænna lausna
  • Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum sveitarfélagsins á sviði upplýsingatækni
  • Kerfisstjórn á ýmis kerfi sem eru í notkun í stjórnsýslu sveitarfélagsins
  • Samskipti við þjónustuaðila í stafrænum lausnum

 

Þekkingar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagsfærni, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði
  • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Hæfni í þverfaglegu samstarfi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri og áætlanagerð kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Nánari upplýsingar hér