17.02.2017
Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017.
NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs.
Lesa meira
09.02.2017
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður í sjöunda sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“.
Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Lesa meira
09.02.2017
Sex verkefni á landsbyggðinni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann 2017 og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin sem hafa verið valin í ár eru Alþýðuhúsið á Siglufirði, Eistnaflug í Neskaupstað, List í ljósi á Seyðisfirði, Nes – Listamiðstöð á Skagaströnd, Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi, og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Alls bárust alls 37 umsóknir um Eyrarrósina.
Lesa meira
07.02.2017
Árið 2017 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.
Lesa meira
07.02.2017
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.
Lesa meira
07.02.2017
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2017-18. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Lesa meira
07.02.2017
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals mánudaginn 13. febrúar á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.
Lesa meira
02.02.2017
Hönnunarsjóður minnir á að enn er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki. Þetta er fyrsta úthlutun af fjórum í ár, en frestur til þess að sækja um ferðastyrk rennur út á miðnætti þann 9. febrúar. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum, nánar hér. Opnað verður fyrir almennar umsóknir þann 7. mars.
Lesa meira
02.02.2017
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest í námskeiðið Brautargengi til 7.febrúar. Námskeiðið er sniðið sérstaklega að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og kvenna sem eru þegar í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Lesa meira
02.02.2017
Árið 2014 var stofnaður Landbúnaðarklasi til að tengja fólk í landbúnaði, fyrirtæki og stofnanir. Eftir miklar pælingar, tilraunir og umræður var aflað fjár til að sinna vel þeim þætti greinarinnar sem snýr að matvælaframleiðslu frá öllum hliðum.
Lesa meira