Viðburður um styrkjamöguleika fyrir frumkvöðla og fyrirtæki í Drift EA

Drift EA er staðsett á Strandgötu 1 á Akureyri
Drift EA er staðsett á Strandgötu 1 á Akureyri

Drift EA ásamt KPMG, Tækniþróunarsjóð, Rannís, SSNE og Háskólanum á Akureyri stendur fyrir viðburði um styrkjamöguleika frumkvöðla og fyrirtækja í Messanum hjá Drift EA nk. þriðjudag 14. janúar. 

Vilt þú vita meira um skattaafslætti og endurgreiðslur fyrir rannsóknar- og þróunarvinnu? Eða ert þú að leita að fjámögnun fyrir frumkvöðlaverkefni þitt?

Ekki þá missa af þessu mikilvæga viðburði þar sem sérfræðingar frá Rannís, KPMG og Háskólanum á Akureyri veita innsýn í fjölbreytta styrki, skattaívilnanir og þjónustu sem geta sparað þér bæði tíma og peninga!

 

Fyrirlesarar:

• Fulltrúar frá Rannís - kynning á styrkjum

• Helgi Jósepsson frá KPMG - þjónusta við frumkvöðla og upplýsingar um endurgreiðslur R&Þ

• Svava Björk Ólafsdóttir frá HA - yfirsýn yfir styrkjaumhverfið

 

Fundarstjóri er Sesselja I. Barðdal, framkvæmdastjóri Drifar EA

Léttar veitingar í boði

Skráning fer fram hér: https://driftea.notion.site/17570f5b7efe81fea113ec52009720ee

 

DriftEA er óhagnaðardrifið og sjálfstætt hreyfiafl sem styður við nýsköpun og frumkvöðla. Áhersla er lögð á að skapa nýjar stoðir atvinnulífs og byggja upp aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi.