Hittumst og fræðumst

Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra

Í kjölfar 2. haustþings SSNV sem haldið var á Blönduósi 19. október stóðu samtökin fyrir dagskrá fyrir sveitarstjórnarmenn undir yfirskriftinni Hittumst og fræðumst. Í ljósi þess að 67% sveitarstjórnarmanna eru nýir í sveitarstjórnum á starfssvæði samtakanna var ákveðið að bjóða upp á dagskrá sem samanstóð af erindum þar sem farið var yfir sameignleg viðfangsefni sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Þess má geta að meðaltal nýliðunar í sveitarstjórnum á landinu öllu er 58,4%.

Það er mál manna að erindin hafi verið upplýsandi og fræðandi fyrir sveitarstjórnarmenn, nýja sem eldri, enda taka viðfangsefni sveitarstjórna sífelldum breytingum.

 

Á dagskrá voru eftirtalin erindi:

Byggðaáætlun 2018-2024, Snorri Björn Sigurðsson, Byggðastofnun. 

Rekstur almenningssamgangna, Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV. 

Starfsemi Norðurár b/s, urðunarstaðar í Stekkjarvík, Magnús B. Jónsson, formaður stjórnar. 

Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. 

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri. 

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir,  framkvæmdastjóri SSNV.

 

Dagskránni var streymt á facebook síðu samtakanna og eru erindin aðgengileg þar. Stefna samtakanna er að streyma beint frá öllum viðburðum sem þau standa fyrir.