HIP Fest 2024 brúðulistahátíðin hefst á Hvammstanga 21. júní

Alþjóðlega brúðulistahátíðin (HIP fest) á Hvammstanga verður haldin í fjórða sinn þann 21.-23. júní næstkomandi. HIP Fest er undir listrænni leiðsögn Gretu Clough og skipulögð af Handbendi brúðuleikhúsi, helgi sem er full af sköpunargleði, félagsskap og tærri gleði barna og fullorðinna. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreyttar brúðuleiksýningar, vinnusmiðjur og skemmtilegar óvæntar uppákomur um allan bæ fyrir alla fjölskylduna.

Ókeypis verður inn á einstaka sýningu á miðnætti á sumarsólstöðum. „Fjörgamli maðurinn með vængina stóru“ er ný leikgerð af þessu víðfræga verki sem er sérstaklega gerð fyrir HIP Fest 2024 af Mike Shepherd og Söruh Wright.

Fyrir utan frábærar sýningar og listræna upplifun er HIP Fest hvíld frá hversdagsleikanum. Fjölskyldur njóta samveru í fallegu umhverfi og listviðburða í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði. Algjör brúðuleikhúsparadís!

 

Sýnendur eru meðal annarra:

Sofie Krog leikhúsið (Danmörku)
Silent Tide í samstarfi við Little Angel Theatre (Bretlandi)
Claudine Rivest (Kanada)
Coriolis (Úrúgvæ)
Studio Damúza (Tékklandi)
Rootstock Puppet Co. (Bandaríkjunum)
Handbendi Brúðuleikhús (Íslandi)

 

Vinnustofur, óvæntir viðburðir og brúður á röltinu:

Pilkington Props (Íslandi)
Þykjó (Íslandi)
David Duffy (Bretlandi)
Brúðuleikhús Merlín (Grikklandi)
Bonnie Kim (Havaí, Bandaríkjunum)
Heather Henson's Handmade Puppet Dreams (Bandaríkjunum)

 

Frumsýningar sem enginn ætti að missa af:

1. Fjörgamli maðurinn með vængina stóru - Silent Tide í samstarfi við Little Angel Theatre (Bretlandi)

2. Búkolla - Rootstock Puppet Co. (Bandaríkin/Ísland)

3. Með vindinum liggur leiðin heim - Handbendi Brúðuleikhús (Ísland)

 

Stórmerkilegur menningarviðburður sem er styrktur af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.