Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar
Fundargerð
10. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn föstudaginn 20. janúar 2017, kl. 13:30, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Leó Örn Þorleifsson og Viggó Jónsson.
Einnig sátu fundinn Ingibergur Guðmundsson og Sólveig Olga Sigurðardóttir starfsmenn SSNV. Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Fyrir var tekið:
1. Fundargerðir fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar (AÞN) 15. des. 2016 og 17. jan. 2017.
Formaður kynnti þær.
2. Niðurstöður þjónustukönnunar um umsóknarferlið.
Ingibergur fór yfir könnunina og samþykkt var að starfsmenn taki saman helstu atriði sem komu til skoðunar.
3. Eyðublöð 2017.
Ingibergur fór yfir og kynnti drög að svarbréfum, samningum og lokaskýrslum. Nefndin samþykkti eyðublöðin.
4. Vanhæfi nefndarmanna í úthlutunarnefnd vegna umsókna í AÞN hluta Uppbyggingarsjóðs.
Nefndarmaður: Leó Örn Þorleifsson umsókn nr. 17004
Nefndarmaður: Viggó Jónsson umsóknir nr. 17008, 17019, 17021.
Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
5. AÞN hluti Uppbyggingarsjóðs – ákvörðun um styrkveitingar
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar að úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 15 umsóknir fái styrk, alls að upphæð 21.980.000 kr. Samkvæmt fylgiskjalinu „Niðurstaða úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs 2017“.
6. Vanhæfi nefndarmanna í úthlutunarnefnd vegna umsókna í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð (AN).
Nefndarmaður: Viggó Jónsson umsókn nr. 2017-2.
Nefndarmaður, sem vanhæfur var, vék af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
7. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður (AN) – ákvörðun um styrkveitingar.
Samþykkt að 3 umsóknir hljóti styrk, alls að upphæð 9.400.000 kr. Samkvæmt fylgiskjalinu „Niðurstaða úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs 2017“.
8. Önnur mál.
Teknar fyrir umsóknir nr. 15010, 15025, 16033, 16034 þar sem ekki hafa borist framvindu- og lokaskýrslur. Felur nefndin formanni að bregðast við.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:30