Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi
Fundargerð
4. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn fimmtudaginn 10.mars 2016, kl. 13:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Leó Örn Þorleifsson, Ingileif Oddsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir, starfsmaður SSNV, sem ritaði fundargerð.
Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu einstakra umsókna
Farið var yfir stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög um vanhæfi við umræðu og afgreiðslu einstakra umsókna, einnig við hvaða umsóknir nefndarmenn væru vanhæfir. Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku síðan af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
Vanhæfi Umsókn nr.
Stefán Vagn Stefánsson 16024, 16025, 16036, 16038, 16040
Ingileif Oddsdóttir 16006, 16007, 16028
Jóhanna Magnúsdóttir 16037
2. Ákvörðun um styrkveitingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
Fyrir fundinum lá tillaga frá Fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar um úthlutun styrkja. Úthlutunarnefndin fór yfir umsóknirnar og ræddi þær.
Samþykkt að styrkja 25 umsækjendur um samtals 33.000.000 kr.
3. Úthlutunarhátíð – ákvörðun um stað og stund
Ákveðið að halda úthlutunarhátíð sem fyrst eftir páska. Starfsmenn SSNV koma með tillögur að stað og stund.
4. Önnur mál
Engin.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 15:30
Sólveig Olga Sigurðardóttir