Fundur haldinn í Fagráði menningar fimmtudaginn 7. maí, kl. 16:00, á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Mætt voru: Jóhanna Magnúsdóttir, formaður, Adolf H. Berndsen, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Magnús Eðvaldsson, Sigríður Svavarsdóttir og Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður fagráðsins.
Dagskrá:
1. Yfirlit yfir umsóknir sem bárust
Alls bárust 69 umsóknir um verkefnastyrki og 10 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki. Samtals var sótt um tæpar 93 milljónir króna en til úthlutunar eru rúmar 30 milljónir.
2. Verkferlar við mat á umsóknum
Rætt um fyrirkomulag varðandi yfirferð umsókna og mat á þeim.
3. Reglur um vanhæfi
Kynnt voru ákvæði Stjórnsýslulaga og Sveitarstjórnarlaga um vanhæfi.
4. Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 14. maí, kl. 09:30, á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.30.
Ingibergur Guðmundsson