Kynning á sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024

Markmið sóknaráætlana landshluta er að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum sem fram koma í sóknaráætlun landshlutans.

Í eftirfarandi myndbandi kynnir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024.