Frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna. Til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir króna.
Það er ljóst að enginn hörgull er á hugmyndaríku og framtakssömu fólki á svæðinu og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Nú fer í hönd yfirferð umsókna hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir jól.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550