Sams konar uppákoma um þetta leyti í fyrra í Kakalaskála þótti takast með ágætum og sú nýbreytni að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum mæltist vel fyrir. Nú á að hittast
FIMMTUDAGINN 17. Maí n.k. kl. 13 til 17 í Eyvindarstofu á Blönduósi (uppi í B&S restaurant)
Í upphafi fundarins mun Sigríður Dögg Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsstofu segja frá „Team Iceland“ verkefninu, sem er landkynningarverkefni tengslum við HM í Rússlandi í sumar, auk þess sem hún greinir frá því sem er helst á döfinni í landkynningarmálum þessi dægrin.
Síðan hefjast hinar eiginlegu kynningar ykkar ferðaþjónustuaðila og hefur hver 2 mínútur til að segja frá sinni starfsemi. Gallhörð tímataka, svo allir komist að….
Allir geta komið með eitthvað af sínu kynningarefni til þess að leggja fram. Að viðburðinum stendur samstarfsvettvangur ferðamálafélaga svæðisins og SSNV.
Skráning er til og með 16, maí hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550