Vilt þú vinna markaðsráðgjöf fyrir þinn rekstur að andvirði 500 evra?

Um ráðgjöfina

Digi2Market gefur fyrirtækjum tækifæri á að vinna í aðalverðlaun tvo ráðgjafartíma í markaðssetningu (að andvirði 500 evra). Auk þess mun eitt fyrirtæki frá hverju samstarfssvæði Digi2market verkefnisins vinna einn tíma í markaðsfræðiráðgjöf hvert.

 

Til að taka þátt þarf bara að skrá sig hérna fyrir 25. janúar 2022 til að fá aðgang að Digi2market verkefninu. Digi2market veitir frían stuðning til frumkvöðla og fyrirtækja við að ná inn á nýja markaði með stafrænni tækni eins og t.d. sýndarveruleika, viðbættan veruleika og 360° myndbönd/myndir. Við hjálpum þér einnig að fræðast hvernig þú getur rekið fyrirtækið þitt á sjálfbærari hátt með því að nota Green Business models.

 

Hverjir geta tekið þátt?

Þessi leikur er opinn öllum litlum og meðalstórum fyrirtækjum með starfsmenn undir 250 manns og er starfandi á svæðum samstarfsaðila Digi2market verkefnisins. Samstarfsaðilar verkefnisins eru staðsettir í Finnlandi, á Íslandi, Írlandi og Norður-Írlandi. Fyrirtækið þitt verður einnig að vera með lögheimili utan höfuðborgar þíns svæðis.

 

Hvernig verður valið úr þátttakendum?

Til að tryggja réttmæta skráningu þarftu að hafa skráð þig sem notanda á heimasíðu Digi2market verkefnisins fyrir 25. janúar 2022. Vinningshafinn verður svo dreginn út í beinu streymi frá rafrænni lokaráðstefnu Digi2market verkefnisins, sem verður frá 26.-27. janúar nk. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

 

Í fyrstu umferð útdráttar verður dregið út eitt fyrirtæki frá hverju svæði. Hver vinningshafi (einn frá hverju svæði) mun vinnaeinn fríanráðgjafatíma í markaðsráðgjöf. Þau fyrirtæki sem eftir eru í pottinum munu eiga möguleika á að vinna aðalvinninginn. Það fyrirtæki mun vinna tvo ráðgjafatíma í markaðsráðgjöf að andvirði 500 evra.

 

 

Um Digi2market verkefnið

Digi2market evrópuverkefni sem fjármagnað er af Norðurslóðaáætlun. Við bjóðum upp á frían stuðning til lítilla og meðalstórra til að aðstoða þau við að vaxa og ná inn á nýja markaði með því að:

  • Nota stafræna tækni; sýndarveruleika, viðbættan veruleika og 360° myndbönd/myndir.
  • Veita frían aðgang að verkfærakistu með markaðssetningartólum.
  • Byggja upp tengslanet fyrirtækja á netinu til að aðstoða skrifstofusetur og lítil og meðalstór fyrirtæki í dreifðari byggðum að mynda og tengjast stafrænu tengslaneti.
  • Skapa Green framework sniðmát til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að taka skrefið í áttina að sjálfbærum vinnubrögðum og vottunum.

 

Hverjir geta skráð sig í Digi2market?

Öll fyrirtæki í evrópu og Norður-Írlandi geta skráð sig án endurgjalds. Okkar aðal fókus er á að styðja við lítil fyrirtæki í dreifðum byggðum til að vaxa með því að bæta markaðsaðgerðir þeirra eða sjálfbæra viðskiptahætti.

Við viljum einnig hjálpa þér að tengjast öðrum fyrirtækjum í þinni atvinnugrein og víðar um evrópu. Allar atvinnugreinar eru velkomnar en við höfum sérstakan áhuga á: fyrirtækjum sem byggja á landbúnaði, lífmassa, sjávarfyrirtæki sem tengjast framleiðslu á matvælum og/eða fæðubótarefnum/heilsuvörum, og verkfræðifræðifyrirtækjum/hugvit.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru SSNV frá Íslandi, Údarás na Gaeltachta & WestBIC frá Írlandi, ICBAN og Ulster Háskóli frá Norður-Írlandi og Karelia University of Applied Sciences frá Finnlandi.