Kæri atvinnurekandi á Norðurlandi vestra
Margir eru nú í óvissu með framtíð síns rekstrar. Kynnt hafa verið ýmis úrræði en enn er óvíst um framkvæmd þeirra og hvað þau í raun þýða fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við munum fylgjast grannt með framvindunni og miðla upplýsingum til fyrirtækja í landshlutanum. Við heyrum á þeim sem við tölum við að óvissan tekur í og margir eru skiljanlega áhyggjufullir um framhaldið.
Atvinnuráðgjafar okkar eru til þjónustu reiðubúnir – endilega heyrið í okkur, bæði ef ykkur vantar aðstoð en líka til að leyfa okkur að fylgjast með hver staðan er svo við getum miðlað sem bestum upplýsingum til stjórnvalda um stöðuna í landshlutanum hverju sinni.
Höfum í huga að skaflinn, sem fyrir framan okkur er, mun á endanum taka upp. Þetta gengur yfir.
Nokkur góð ráð:
Það er seigt í okkur á Norðurlandi vestra. Aðstæður eru vissulega meira krefjandi nú en oft áður en við munum komast í gegnum þetta – með góðri samvinnu og stuðningi hvers annars.
Áfram Norðurland vestra!
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550