Að undanförnu hefur kauphegðun tekið miklum breytingum og hefur sala á netinu færst í aukana. Í því felast tækifæri fyrir framleiðendur og söluaðila á landsbyggðinni. Það er hins vegar að mörgu að hyggja við uppsetningu árangursríkrar vefverslunar. Til að liðsinna aðilum sem eru að stíga þessi skref stóð SSNV fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um verslun á netinu á dögunun. Þrír fyrirlesarar héldu erindi um viðfangsefnið auk þess sem spjallað var við aðila sem þegar hefur sett upp vefverslun.
Upptaka af ráðstefnunni er aðgengileg á facebook síðu SSNV.
Ráðgjafar SSNV eru til þjónustu reiðubúnir við einstaklinga og fyrirtæki á Norðurlandi vestra sem eru í þessum hugleiðingum sem og önnur viðfangsefni sem snúa að rekstri, áætlanagerð, nýsköpun o.fl. Nánari upplýsingar hér.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550