Þriðjudaginn 12. nóvember var Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra haldinn á Laugarbakka í Miðfirði. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í formi „Óráðstefnu“, þar sem dagskráin er ákveðin á staðnum af fundargestum, sem leggja til tillögur að fundarefni. Eftir að fimmtán atriði höfðu verið valin til að ræða, hófust um þrjátíu óráðstefnugestir handa við að kryfja þessi mál, sem öll snerta ferðaþjónustuna á svæðinu. Í framhaldinu verður unnið úr þeim og munu þau t.d. nýtast við skilgreiningu áhersluverkefna sóknaráætlunar. Eftir að málefnavinnu lauk hlýddu gestir á Sigurð Ragnar Eyjólfsson knattspyrnuþjálfara gefa nokkur góð ráð byggðum á reynslu afreksíþróttafólks og geta hjálpað öllum að ná betiri árangri á sínu lífi og starfi. Það eru Ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra og SSNV sem standa að Haustdeginum.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550