Síðastliðinn sunnudag var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á 6 stöðum á landinu. Fyrir hátíðunum stóðu Beint frá býli, Landshlutasamtökin og Samtök smáframleiðanda matvæla. Á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í Skagafirði.
Á svæðið mættu 11 framleiðendur frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Hátíðin gekk mjög vel og reiknað er með að um 500 manns hafi komið á svæðið, fengið afmælisköku og kaffi í boði Beint frá býli og kynnt sér hvað framleiðendur á Norðurlandi vestra hafa upp á að bjóða.
Hægt er að skoða myndir af hátíðinni á Facebooksíðu Rúnalist (Hér)
Við óskum staðarhaldörum á Stórhóli, framleiðendum og öllum þeim sem komu að viðburðinum til hamingju með vel heppnaða hátíð.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550