Eins og fleiri viðburðir þessi misserin færðist Haustdagurinn alfarið á netið, en til hans var að þessu sinni blásið undir kjörorðinu "Þegar hjólin snúast á ný" með skírskotun í mikilvægi nokkurra þeirra hluta, sem eru taldir skipta hvað mestu máli þegar þessi mikilvæga atvinnugrein fer að ná vopnum sínum á ný eftir þunga mánuði. Við vorum ákaflega heppin að fá góðan hóp fagfólks úr ferðaþjónustuumhverfinu og tengdum greinum til að svara spurningum um: sjálfbærni, innanlandsmarkað, rekstrarumverfi fyrirtækja, fjárfestingar, stafræna þróun og aðkomu stjórnvalda í sex snaggaralegum viðtölum. Þar kom ýmislegt fróðlegt í ljós og ástæða til að hvetja þá , sem misstu af viðburðinum að kíkja á hann hér á síðunni.
Það er okkur líka mikil ánægja að geta látið verkin tala í kjölfar viðburðarins og bjóða á næstunni upp á annars vegar námskeið í stafrænni þróun, sem fólk getur kynnt sér hér og hins vegar upp á nýja og betrumbætta útgáfu af RATSJÁ fyirr stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum, í samvinnu við Íslenska ferðaklasan, RATA ráðgjöf og kollega okkar í öðrum atvinnuþróunarfélögum á landsbyggðinni. Hér bendum við á kynningarfund, sem haldinn verður á netinu fimmtudagin 26. nóv. kl. 11.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550