Vel heppnaðar vinnustofur SSNV vegna gerðar nýrrar Sóknaráætlunar

SSNV þakkar íbúum kærlega fyrir komuna á vinnustofurnar þrjár á Hvammstanga, Blönduósi og Skagafirði núna í vikunni. Allar voru vinnustofurnar vel sóttar og uppskárum við góð og gagnleg innlegg sem svo sannarlega munu nýtast vel við gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Norðurland vestra. Starfshópur sóknaráætlunar mun nú ráðast í úrvinnslu afurðanna, finna samhljóm og þau atriði sem mikilvægust þykja. Það verður spennandi að taka í framhaldinu næstu skref í átt að nýrri sóknaráætlun svæðisins.

Við gleðjumst yfir vinnusemi íbúa, allir sem mættu voru tilbúnir til að taka virkan þátt í stofunni og það skilaði sér svo sannarlega!

Við viljum ítreka mikilvægi þess að taka þátt í uppbyggingu og stefnumótun landshlutans, en í sóknaráætlun sameinast íbúar um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til árangurs. Einnig viljum við benda á að ef þú hefur hugmynd í kollinum sem þú vilt koma framfæri þá tökum við vel á móti öllum slíkum í tölvupósti, ssnv@ssnv.is.

Hlökkum til að halda áfram vegferðinni með ykkur.

Hér geti þið lesið meira um Sóknaráætlun Norðurlands vestra.