Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna verið langt umfram spár og væntingar eru um áframhaldandi vöxt greinarinnar. Til að stuðla að farsælli þróun í ferðaþjónustu á Íslandi tóku iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, og Samtök ferðaþjónustunnar höndum saman um mótun stefnu í ferðaþjónustu til lengri tíma með áherslu á sjálfbæra þróun. Settur var á laggirnar stýrihópur og verkefnahópur sem unnu að gagnaöflun, greindu stöðuna og kynntu sér fyrirmyndir erlendis frá. Auk þess var fundað með um 1000 manns vítt og breitt um landið. Nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu hér. Hægt að nálgast skýrslu stýrihópsins, Vegvísir í ferðaþjónustu hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550