Fimmtudaginn 5. okt stóð SSNV fyrir ungmennaþingi í félagsheimilinu á Blönduósi. Markmiðið var að búa til viðburð fyrir ungt fólk á aldrinum 13-18 ára þar sem þau fá tækifæri til að ræða málefni sem brenna á þeim og koma skoðun sinni á framfarir. Markmiðið var að stuðla að tengslamyndun meðal unga fólksins þvert á sveitarfélögin og efla tengsl milli unga fólksins í landshlutanum og SSNV.
Þingið var vel heppnað og þangað mættu 20 ungmenni á aldrinum 13-18 ára frá öllum sveitarfélögum landshlutans. Þemað á þinginu var umhverfismál og nýsköpun. Á þingið komu góðir gestir, Sævar Helgi Bragason stýrði vinnustofu og Ragnhildur Friðriksdóttir talaði um leynivopnið í baráttunni við loftslagsbreytingar. Unga fólkið var hvatt til skapandi hugsunar og nýsköpunar til að takast á við áskoranir sem tengjast umhverfismálum og sjálfbærri framtíð í landshlutanum.
Verið er að vinna úr niðurstöðum vinnustofunnar og verða þær kynntar á haustþingi SSNV.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550