Úthlutun úr Smávirkjanasjóði SSNV

Árið 2018 var Smávirkjanasjóður SSNV stofnaður. Tilgangur hans er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð.  

Sjóðurinn veitir styrki til annars vegar: Skref 1: Frummat smávirkjana og hins vegar: Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar

Að þessu sinni verður úthlutað úr Skrefi 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar 

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021.  

Öll gögn varðandi umsóknarferlið er að finna hér

Umsóknir skulu sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is.   

Nánari upplýsingar veitir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, unnur@ssnv.is, s. 419-4550 

 

Smávirkjanasjóður SSNV er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.