Úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða vonbrigði

Á dögunum var úthlutað um 1,5 milljarði út Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjöldi verkefni var styrktur um land allt úr báðum þessum sjóðum sem eru á forræði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar.  Það vakti athygli að hlutur Norðurlands vestra úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða var ansi rýr, eða um 1% heildarfjárhæðar sem úthlutað var á árunum 2021-2023. Stjórn SSNV tók málið til umræðu á fundi sínum þan 6. apríl 2021 og bókaði svohljóðandi:

 

 

Stjórn lýsir yfir undrun og vonbrigðum yfir lágu framlagi úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á Norðurlandi vestra. Af 86 verkefnum sem skilgreind eru í áætluninni eru aðeins 3 á Norðurlandi vestra sem fá samtals 1% af þeirri heildarfjárhæð sem úthlutað er árin 2021-2023. Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir rökstuðningi fyrir þeirri ráðstöfun og jafnframt óska eftir fundi með umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt formanni verkefnisstjórnar um stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

 

 

 

Verkefnaáætlun Landsáætlunar er að finna hér.