Landshlutasamtökin undir forystu Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og í samstarfi við Byggðastofnun hafa látið útbúa fræðslumyndbönd með upplýsingum fyrir þá sem ganga með hugmynd í maganum, vilja sækja um styrki, eru að velta fyrir sér rekstarformum fyrirtækja, vilja gera viðskiptaáætlun eða koma sínum rekstri á framfæri og um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Myndböndin eru aðgengileg á youtube rás SSNV og verða jafnframt birt á samfélagsmiðlum samtakanna. Þeim er ætlað að koma fólki á sporið í sinni vegferð og draga saman það helsta sem þarf að hyggja að. Atvinnuráðgjafar SSNV eru sem fyrr tilbúnir til að veita stuðning og ráðgjöf til frumkvöðla og þá sem ganga með hugmynd í maganum. Hafðu samband og bókaðu tíma.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550