Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum þar sem áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“. Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna og vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd. Fjallaskálar eða húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir þá sem taka þátt í göngum þann tíma sem göngur standa yfir.
Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 200 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður aðeins hleypt þeim sem þar eiga erindi.
Eftirfarandi þarf að hafa í huga:
Nánari leiðbeiningar má finna hér.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550