Í lok árs 2014 runnu út menningar-, vaxtar- og sóknaráætlunarsamningar milli ríkisins og SSNV sem verið höfðu í gildi um nokkurt skeið. Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samning milli ríkisins og SSNV um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 en hann kom m.a. í stað fyrrnefndra þriggja samninga. Samkvæmt samningnum var m.a. settur á fót svokallaður Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og skipuð nefnd sem úthluta skyldi styrkjum til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í þeim tilgangi að „stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls“.
Auglýst var eftir umsóknum um styrki og rann umsóknarfrestur út 17. apríl. Alls bárust 109 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 187 milljónum króna í styrki. Á fundum sínum, 21. og 26. maí, úthlutaði Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs styrkjum til 70 aðila, alls að upphæð 65.450.000 kr. úthlutun styrkja fór svo fram á Hótel Blönduósi 10. júní sl.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550