Stjórn SSNV hefur veitt umsögn um frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög (verðlagsnefnd, undanþágur frá samkeppnislögum, verðjöfnunargjöld). 118. mál. Um er að ræða mál sem lagt var fram árið 2018, aftur árið 2020 og er nú lagt fram á ný í nær óbreyttri mynd. Umsögn SSNV í öll þrjú skiptin hefur verið samhljóða þess efnis að lagst er gegn því að frumvarpið fæai framgöngu og mælast til þess að það verði fellt í heild sinni. Enda felur það í sér breytingar sem hefðu veruleg áhrif á landbúnað í héraðinu og víðar. Eins og segir í umsögninni:
Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein á Norðurlandi vestra og kjölfesta byggðar, ekki bara í dreifbýli heldur einnig í þéttbýliskjörnum á svæðinu. Með frumvarpinu er vegið að greininni með illa ígrunduðum hætti sem mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir byggð og búsetuskilyrði í landshlutanum nái frumvarpið fram að ganga.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550